Aldnir hafa orðið...

Ætli það segi ekki ýmislegt um hlustendahóp Útvarpssögu að framboð aldraðra og öryrkja sé með 13% fylgi í vefkönnun hjá þeim. Það þarf ekki að minna á það að í öllum hefðbundnum vefkönnunum væri talið að úrtakið væri skekkt gagnvart nákvæmlega þessum hóp.

Mán 08.jan 2007
Flokkur eldri borgara með 13% fylgi á Útvarpi Sögu
Flokkur eldri borgara fengi 13% fylgi á meðal hlustenda Útvarps Sögu ef kosið yrði til Alþingis nú skv. skoðanakönnun sem gerð var á heimasíðu Útvarps Sögu síðustu daga. Þá fengi Frjálslyndi flokkurinn tæp 30% fylgi skv.sömu könnun, Samfylkingin 17.3% og Vinstri grænir tæplega 9%.
Ríkisstjórnin væri kolfallin miðað við þessa niðurstöðu en Sjálfstæðisflokkur fékk 20% fylgi og Framsóknarflokkur 5.6%. Alls tóku 392 þátt í könnuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband