25.1.2007 | 19:03
Skattaafsláttur
Las þessa frétt á vísi.is, ég sé að rætt er um fjármagnstekjuskatt en sé ekki hvar rætt er um þenna skattaafslátt. Hvaða skattaafslátt fær þetta fólk? Borgar það ekki sína skatta eins og upp er sett?
Stöð 2, 25. jan. 2007 18:17Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda
Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. Ef við skoðum þann afslátt aðeins nánar, að teknu tilliti til persónufrádráttar og tökum dæmi af tvennum hjónum með tólf milljónir í samanlagðar tekjur á ári, kemur í ljós að önnur hjónin sem vinna venjulega launavinnu borga þrjár milljónir fimm hundruð og tuttugu þúsund í tekjuskatt, útsvar og framkvæmdasjóð aldraðra.Hin hjónin, sem hafa jafnmiklar tekjur greiða einungis tæpa eina milljón í skatta.Fjármagnstekjurnar skerða hins vegar ekki barnabætur nema eins og venjuleg laun, þannig að þetta fólk fær barnabætur og vaxtabætur til jafns við hina
Sex þúsund og sexhundruð manns hafa meirihluta tekna sinna af fjármagnstekjum, þar af lifa tvö þúsund og þrjú hundruð þeirra eingöngu af fjármagnstekjum. Ríflega tvöþúsund þeirra gefa upp tekjur sem ná ekki skattleysismörkum.
Athugasemdir
Þarna stendur skýrum stöfum:
Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga.
Það er ekki "afsláttur" eins og úti í búð en lítum á þetta:
Persónufrádrátturinn gefur launþega 29.029/36.72% = 79.055kr á mánuði undanþegnar skatti
Fjármagnstekjugaurinn fær hins vegar 29.029/10% = 290.290kr á mánuði undanþegnar skatti
Er þetta ekki í sjálfu sér afsláttur?
Einar Jón (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 17:22
Þetta er ekki afsláttur til þess verður þú að bera saman sama hlutinn. Þessi aðili getur t.d. hafa borgað fyrst 18% af tekjuskatti fyrirtækis áður en þeir greiða sér arð. Aðilum er heimilt að nýta sér sölutap á hlutabréfum innan árs, þannig að lendi menn í slæmu ári og ná ekki að bæta sér það upp er það tapað líka.
Það er mjög sérstakt að kalla þetta skattaafslátt, eins og t.d. skattafsláttur sem menn fá með persónuAfslættinum.
Menn verða að fara varlega að hækka þessa skatta, við viljum síst tapa þessum fjármunum úr landi.
TómasHa, 26.1.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.