Styður Röskva skólagjöld?

Mér finnst þetta fyndið.  Ég veit ég á ekki að vera að koma með svona fyrirsagnir, en í gegnum tíðina hef ég heyrt oftar en ég fæ talið umræðu komna frá eldheitum Röskvumönnum þar sem fullyrt er að Vaka vilji fá skólagjöld.  

Vaka hefur aldrei viljað taka upp skólagjöld, ekki frekar en Röskva.

Í dag mætti ég svo á opnun Rannsóknardaga en þar var gamli Röskvuliðinn Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin mælti einmitt með skólagjöldum við HÍ í seinustu viku.  

Í þessari er hann svo mættur upp í skóla í fylgd Röskvuliða. 

Nú veit ég ekki hvað þeim fór á milli og hugsanlega var framkvæmdarstjóri stúdentaráðs að segja honum til sindanna. 


Ég er samt hissa á að Röskvuliðinn hafi tekið þá áhættu að bjóða þessum gamla Röskvuliða til þessarar opnunnar, það er skrýtið að búa til tengingu á milli Röskvu og skólagjalda svona rétt fyrir kosninga.  Ég veit auðvitað betur, en í hugum ýmissa er ljóst að það er ekki jafn ljóst. Framkvæmdarstjóri stúdentaráðs og þingmaðurinn sem er að mæla með skólagjöldum saman á göngu um skólann.

Ég hugsa að Röskvuliðar hafi bölvað honum í hljóði og jafnvel eitthvað upphátt.  Að koma þessari umræðu af stað svo rétt fyrir kosningar og verandi gamall Röskvuliði.

[Leiðrétt]
mbl.is Stúdentar við HÍ stofna Innovit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu hörmum við það þegar þingmenn láta svona út úr sér, enda ályktaði SHÍ gegn þessum málflutningi Björgvins á dögunum. Því má hins vegar ekki gleyma að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, margir hverjir - eða leyfi ég mér að segja flestir? - gamlir Vökuliðar, hafa verið öllu ötulli við að hafa þessar skoðanir í frammi.  Til dæmis Sigurður Kári, fyrrum Vökuliði, sem þessi ályktun beindist einnig gegn.

Það er svo hins vegar annað mál að flestir þeir núverandi og nýhættu Vökuliðar sem skotið hefur verið á vegna skólagjaldamála, hafa verið virkir innan SUS - sem hefur beinlínis lagt það til að afnema skuli ALLA RÍKISSTYRKI TIL MENNTAMÁLA, hvorki meira né minna. Á móti kemur að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar (og að ég held allra annarra flokka) berst af alefli gegn upptöku skólagjalda - og ályktuðu UJ t.d. gegn málflutningi Björgvins, á sama hátt og SHÍ. 

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Hann Björgvin er nú yfirleitt með G. sem styttingu á millinafni sínu, en I-ið er sennilega freudískt.

En það er nú sennilega gaman fyrir fyrrverandi Vökuliða að finna eitthvað svona.

Sú staðreynd hefur lengi plagað Vöku að það er leitun að stjórnmálamanni úr röðum fyrrverandi Vökuliða sem ekki styður skólagjöld. Ungliðarnir frá Illuga til Sigga Kára (sjá neðar) vilja skólagjöld. Var það ekki svo Vökuliðinn fyrrverandi Björn Bjarnason sem kom á skólagjöldum við íslenska einkaskóla með einni undirritun? 

En hér er svo hefðbundið kvót í Sigurð Kára.

Fréttablaðið, 19. janúar, bls. 20.

Spurt & Svarað

Getur HÍ orðið topp 100 háskóli?
„Já, hann getur það ef rétt er á málum haldið hvað varðar fjárframlög frá ríkinu, tengls við atvinnulífið, upptöku skólagjalda og stjórnskipulag skólans.“

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 25.1.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: TómasHa

Sælir, 

Ég veit allt um að fyrverandi Vökuliðar sem hafa síðar stutt skólagjöld, þetta hafa einmitt verið helstu rök þegar ýmsir menn hafa reynt að klína þessu á Vöku. Sú staðreynd að ég sé fyrvendai Vökuliði gerir það einmitt að verkum að ég þekki þetta of vel. 

Rösvkumenn hafa leikið þennan leik ár eftir ár að benda á þessa menn og segja að Vaka styðji skólagjöld vegna bla bla bla.   

Það var því ekki leiðinilegt að geta á sama hátt skellt upp þessari fyrirsögn, þó svo að ég hafi vitða að þetta væri bull. Ég kom þó fram af heiðarleika í kjölfarið og leiðrétti mig.    

Það er því ekki að furða að manni sé skemmt.. Jú jú. 

TómasHa, 25.1.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Maður áttaði sig nú á að það væri ekki mikil alvara þarna á ferðinni :)

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 25.1.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband