Utangarðsmenn í framboði

Þegar ég les þetta sé ég bara utangarðsmenn og enga sem eru formlega í forsvari fyrir fyrir samtök þessa fólks. Ég sé ekki að þetta framboð verði hvorki fugl né fiskur.

Ég vonast þó til að núrverandi stjórnarflokkar ákveði að leiðrétta kjör þessa hóps.
mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Aðeins of seint í rassinn gripið fyrir ihald og framsókn að ætla að "leiðrétta kjör þessa hóps" núna! Þetta framboð á eftir að plokka fylgi frá ríkisstjórninni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.1.2007 kl. 23:11

2 identicon

Hvað ætlar svona breiður hópur eins og þessi að gera þegar að kemur að öllum öðrum málum en kjörum þeirra?
Er þessi hópur með heilsteypta stefnu?

Ég horfi ekki á þetta framboð sem eitthvað sem að á séns á að komast á þing. Ég held að þetta búi bara til umræðu um þessi mál. Vona bara að þeir ná því fram að einhver breyting verði á kjörum þeirra.

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: TómasHa

Hlynur: Það hefur ýmislegt verið gert fyrir þennan hóp.   Ég myndi vilja sjá meira gert samt og er ekkert að leyna því.

Ég er ósammála því að þetta mun plokka fylgi af ríkisstjórnarflokkunum, þeir sem munu kjósa þetta fólk er fólk sem er fyrir löngu búið á ákveða að kjósa ekki ríkisstjórnaflokkana (og hefur lýst því í könnunum).   Þetta mun því skaða stjórnarandstöðuflokkana meira en ríkisstjórnaflokkana. 

Ég er alveg sammála þér sveinn - þetta er rosalega ólíkur hópur.  Hvernig er hægt að sameina svona hóp.  Þetta fólk er með ótrúlega ólíkar aðstæður. 

TómasHa, 24.1.2007 kl. 00:47

4 Smámynd: TómasHa

Ég er viss um það, ég var búinn að fylgjast með þessu framboði aðeins en það sem kom svo á óvart var að það voru ekki fleiri stórlaxar úr þessum geira sem standa að baki framboðinu.

TómasHa, 24.1.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: TómasHa

Annað en svona framboð skapa umræðu um þessi málefni, þó svo að þeir ná ekki inn má búast við auknum fókus á þessi mál í kjölfarið.  Þannig að þessi framboð eru oft ekki til einskis þó svo að þau nái ekki inn fólki á þing.  

TómasHa, 24.1.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband