23.1.2007 | 09:48
Snilldar saga
Fyrst ég er farinn að tala um áfengi á annað borð fann ég þessa snilldar sögu hjá Sigurjón M. Egilssyni:
Fyrir mörgum árum var ég á Melavellinum að horfa á KR. Meðal stúkugesta var Egill rakari, einn þekktasti stuðningsmaður KR fyrr og síðar, enda er hans getið í lagi Ómars Ragnarssonar, Jói útherji. Jæja, aftur á Melavöllinn. Leikurinn var við það að hefjasts. Sauðdrukkinn maður kom í stúkuna, sá Egil og starði. Sagði síðan drafandi röddu; er þetta ekki Egill rakari? Egill svaraði að bragði; ég veit ekki hvor okkar er rakari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.