19.1.2007 | 10:23
Myndavéla spegill
Er þetta málið? Kannski, ég veit alla vegna um nokkur tilfelli þar sem þetta hefði getað verið handhægt.
Stefán Karlsson tekur mynd af Stefáni Karlssyni. Hvað finnst ykkur um jakkann hans ? MYND/Stefán Karlsson |
Vísir, 19. jan. 2007 10:02
Spegill spegill herm þú mér
Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi.
Lundúnakonan getur þá mátað föt og sent lifandi myndir af sér til vinkonunnar, sem sendir SMS skilaboð um hvernig henni líst á gallann. Einnig er hægt að nota snertifleti á skjánum til þess að velja skó eða aukahluti við fötin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.