Bloggið er snilld

Ég hef alltaf jafn gaman af þeim sem eru að agnúast út í bloggið, þetta sé til einskis gagns eða gamans. Að sjálfsögðu er ég algjörlega ósammála því.

Ég hef auðvitað eignast bæði góða bloggvini, sem og óvildarmenn.

Ég hef sett fram skoðanir mínar, ýmsar skynsamar og aðrar minna skynsamar og rætt um það við þá sem hafa kært sig um að kommenta í athugasemda kerfið hjá mér.

Suma daga hef ég mikið að segja og blogga oft.Aðra daga hef ég ekkert að segja og blogga lítið. Allt eftir því í hvernig skapi ég er í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Ég skil vel að þú sért var um þig í dag og bloggir ekki mikið um það málefni sem flestir eru að tala um í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunnar sem kom út í dag. Ég varð mjög hissa þegar þú skrifaðir um á síðunni þinni að þú hefðir fengið hótanir í sms í kjölfarið á færslu sem þú hafðir skrifað. Ég held að það sé ástæða til að varast fólk sem kemur úr hinum harða heimi fíkniefna þó svo að það hafi farið á snúruna og dæmin sanna að þrátt fyrir það þá er ekki allt sem sýnist eins og skýrslan sannarlega sýnir svart á hvítu.

Davíð, 15.1.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Bloggið er frábært fyrirbæri.  Maður segir skoðun sína og sumir verða sáttir og enn aðrir sjá sig knúna að fylla hjá manni innboxið af sínum skoðunum og þar með eru komin skemmtileg skoðaskipti í gang.  Þú hefur þó verið duglegri í blogginu en ég, enda sumir í þessu þjóðfélagi þurfum að vinna

Óttarr Makuch, 15.1.2007 kl. 20:03

3 identicon

Bloggið er annar grundvöllur þar sem fólk getur komið skoðunum sínum á framfæri. Þó sumir séu ekki sammála mér eða ég ekki sammála þeim þá skiptir það engu máli um miðilinn Boggið.

Þar að auki gilda hér þær sömu reglur og annarsstaðar. Að bera virðingu fyrir skoðunum annara.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Ólafur fannberg

blogg er gaman,bara passa að vera ekki og berskjaldaður

Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband