Margrét neitar að mæta Eiríki

Margrét Sverrisdóttir hefur ákveðið að mæta ekki Eiríki Stéfanssyni á Útvarpi Sögu. Eiríkur hafði skorað á á Margréti að mæta sér í beinni útsendingu.

Í staðin fyrir fékk Eiríkur að fjalla um málefni flokksins án þess að nokkur væri til svara. Nema nokkrir áheyrendur sem hringdu inn.

Það er ljóst að það eru gríðarlega átök framundan í flokkum. Bæði hann og Jón Magnússon hafa fullyrt að hún hafi ætlað sér að verða formaður eða varaformaður en notfært sér þetta til að skapa sér ágrenning. Eftir að útlendingaumræðan hafi aukið vinsældirnar og því hafi formennskudraumarnir dalað.

Jón Magnússon hraunaði svo yfir heimssíðu Margrétar þar sem hann talaði um níðvísur Margrétar í pistli um daginn.

Það er reyndar vandséð afhverju Margrét hefði átt að mæta Eiríki, en Eiríkur er ekki beinn málsaðili að þeim deilum sem hafa verið innan flokksins. Eiríkur hefur hins vegar haft stórar skoðanir á þessum málum.

Það sem vakti athygli var að Sverrir Hermansson [Leiðrétt], neitaði að mæta, upphrópaði stöðuna fyrir að ofsækja dóttur sína og skellti á Arnþrúði. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í kjölfarið, það kæmi á óvart ef það kemur heill flokkur út úr þessum deilum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er hún Margrét nú orðin laundóttir Steingríms Hermannsonar og hálfsystir hans Gumma okkar Moggabloggara? Svo myndi ég ekki segja "upphrópaði stöðuna," heldur úthrópaði stöðina (Útv. Sögu).

Jón Valur Jensson, 12.1.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: TómasHa

Tómas, það er Össur sem byrjar í bjórnum áður en hann skrifar.   Hjá mér er þetta bara króníska nafnaruglingurinn.

Jón Valur:  Takk fyrir orðalagsbreytinguna.  Hvernig gengur ættfræði buisnessinn. Við vitum núna af hverju ég er í öðrum hlutum á daginn. 

TómasHa, 12.1.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband