Færsluflokkur: Fjármál

Bílasalar

Ég hef gaman af viðskiptum og díla með hluti bara ekki bíla.  Ég hef undanfarið verið með augun opin fyrir nýjum bíl og hef verið að fara á milli og skoða bíla. Það virðast vera tveir heimar í gangi, og hvorugur nálægt mínum heimi.

Annars vegar eru það bílasalar á almennum bílasölum, loksins þegar maður nær þeirra athygli þá þýðir eiginlega ekkert að tala um annað en einhverja milljón króna bíla. Að ræða um einhverja fjölskyldu bíla þýðir ekki neitt.  Þegar þeir komast að því að maður er bara að leita að fjölskyldu bíl er áhuginn búinn. Ég heft gert nokkrar tilraunir, en alltaf hrökklast út eftir að hafa heyrt um hversu dýrann og flotta bíl ég þurfi að kaupa

Svo eru það blessaðir bílasalar umboðanna, ég hef farið í nokkur umboð en þar gildir að þeir eru áskrifendur að laununum sínum. Bílinn kostar bara þetta, hann stendur þarna og ef maður vill ræða eitthvað eins og verð, þá er það algjör óþarfi. Bílinn minn í skoðun, og svo er bara tala á pappír. Þetta eru sko bílar sem selja sig sjálfir. Maður er mest hissa á að bílaumboðin hafi ekki fyrir löngu sett upp svona sjálfafgreiðlukassa, þau gætu grætt fullt af peningum í formi launakostnaðar.

Ég tek það fram að ég er að gera sterótýpur úr þessum ágætu mönnum., en þetta hefur verið reynslan í grófum dráttum. Auðvitað hefur maður lent á öðruvísi bílasölum inn á milli. Þó held ég að ég muni aldrei eftir því að hafa gert góðan díl í bílakaupum, maður maður er ekki innvígður og innmúraður til þess að geta gert góðan díl.


Næsta netbóla?

Endurvinnanleg orkar virðist vera lykilorðið í dag.  Allir ætla að græða á endurvinnalegri orku.  Nú upplýsir Orðið að Eyþór Arnalds hefur stofna fyrirtæki um endurvinnanlega orku.  Hann er nú vanur að taka þátt í svona ævintýrum og reynslunni ríkari.

Spurning er auðvitað hvernig þessum fyrirtækjum mun ganga, Enex hefur rutt brautina og nú virðast ansi margir vilja hoppa á vagninn.  

Hitt er svo spurning hvaða verkefni hafa þessi fyrirtæki unnið að? Það má vel vera að þessi fyrirtæki hafi fullt af plönum en maður hefur samt frekar lítið heyrt af árangri.  

Þetta getur auðvitað orðið næsta útrás Íslendinga, þekkingin er amk. fyrir hendi hér á landi. 


Rannveig góð

Mér fannst Rannveig vera mjög sterk í Kastljósinu í kvöld, hún svaraði þeim spurningum vel sem hún fékk og kom með gríðarlega góð rök. Það var ekki hægt að hrekja neitt af því sem hún sagði.

Á hinn bóginn talaði Andri mest um local mál eins og Þjórsá, sem kemur þessu máli ekkert við. Svo talaði hann um heildarmyndina, og svo andrúmsloftið... en kom ekki með neitt sem hefði gert það að verkum að ég hefði ekki kosið með því.

Safnanir fyrir lagabreytingar

Af Silfri Egils:

Samkvæmt góðum heimildum mínum höfðu sumir flokkanna vaðið fyrir neðan sig áður en lögin tóku gildi, herjuðu á fyrirtækin í landinu og söfnuðu í sjóði til að eiga í kosningunum. Þeir semsagt sníktu peninga áður en þeim var bannað að sníkja peninga
Ég ætla rétt að vona að flokkarnir hafi safnað eitthvað áður en þessi lög tóku gildi, rétt eins og menn hafa hömstruðu Díselolíu áður en lög um dísel breyttust. Díselinn kláraðist eðli málsins samkvæmt fljótlega, og sama gildir væntanlega um peninga úr þessum söfnunum.

Meiri peningar í þetta eða hitt

Það er alltaf jafn gaman að hlusta á Þorgrím Þráinsson. Það virðist vera að alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, þá eru það sömu rök. Af því peningum er eytt hingað og þangað í vitleysu á að eyða meira í hans málaflokk. Það vantar ekki að tölurnar liggja fyrir, svona mikið er eytt í vegamál og annað í utanríkismál.

Ég segi ekki að málefnin sem hann er að berjast fyrir séu óþörf, en samkvæmt hans málflutning á að setja vegamál á hold á meðan allt verður komið í lag í þeim málaflokki sem hann hefur áhuga á.

Afríkubréfin komin í póstinn

betlibréfFyrir mörgum árum síðan fékk maður reglulega póst frá Afríkubúunum sem síðar færðust yfir í email. Nú virðast emailin hætt að virka, því nú eru þeir aftur farnir að senda bréf. Meðfylgjandi er mynd af bréfi sem ég var að fá sent.

Auðvitað þarf að vara við þessu eins og tölvupóstinum, þetta er ekki síður skaðlegt.

Vonandi vita menn orðið af þessu nægjanlega vel til að falla ekki í þessa gildru.

Góð grein hjá Hannesi

Ég hef ekki alltaf verið sammála Hannesi, en greinin sem birtist í mogganum í morgun var virkilega góð.


Þar voru nokkrir mjög góðir punktar:

  • Stefán Ólafsson notaði ranga aðferð til að reikna ginistuðulinn, skýrsla evrópusambandsins sýnir að tekjudreifing er ekki eins og Stefán segir.
  • Aðstæður 20% fáttækasta hópsins hefur batnað meira en meðaltal OECD
  • Fólk við lágtekjumörg er næst fæst á Íslandi, á eftir Svíþjóð
  • Raunverulegur fjármagstekjuskattur er 26,2%, þegar búið er að greiða tekjuskatta af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatt.
  • Fólk með lágar tekjur t.d. 100 þúsund, greiða hærra hlutfall tekna í skatt en á Íslandi.

 

Að lokum bendir Hannes á hvernig íslenska ríkið hefur aukið tekjur sínar af fjármagnstekjuskatti, úr 2 milljörðum í 18 milljarða.  Peningar sem hafa verið notaðir til að greiða niður skuldir og læka skatt (nú seinast vsk á matvælum).  Verði þessir skattar hækkaði er augljóst að fyrirtæki muni hætta að gera upp á Íslandi og færa penigna sína eitthvað annað.  Nær væri að lækka skattinn enn frekar til að laða að okkur erlend fyrirtæki.

Það er ótrúlegt hvernig vinstrimenn hafa undanfarið reynt að mála skrattann á veginn þegar staðreyndin er að við höfum það bara nokkuð gott hérna heima.


Auðkennislykillinn góði

Ég velti fyrir mér hvernig það má vera að auðkennislykillinn sé uppseldur á Íslandi, vel skilgreint verkefni, fjöldinn vel þekktur og undirbúningstími langur. Þess vegna er mjög undarlegt að það hafi ekki verið löngu til sá fjöldi sem þurfti.

Hitt er svo annað mál að þessir lyklar eru algjört drasl. Þetta hangir á lyklakippunni hjá manni, sem verður fyrir hinum ýmsu höggum. Nú þegar er einn lykill ónýtur hjá mér. Það á eftir að koma í ljós hvað ég þarf að bíða lengi eftir nýjum, eða hvort heimabankinn minn sé bara læstur á meðan.

Ég hef gert ýmsra tilraunir með þetta undanfarið, en það virðist þurfa að ýta ansi oft á takann til þess að læsa mann úti, random númerið virkaði þó ekki og að lokum þá virkaði ekki að nota annan lykil. Þannig að eitthvað vit virðist vera í þessu.

Netveðmál

Nú er komin upp töluverð umræða um Netveðmál, þetta virðist vera vandamál sem menn hérna heima eru allt í einu að átta sig á.  Ekki síst eftir að ákveðin fyrirtæki fóru að kynna þessa vöru á íslenskum vefjum, sum að hluta til í eigu Íslendinga.

Menn hrökkva í einhvern baklás og fara að velta fyrir sér hvernig er hægt að stöðva þetta.  Þetta gera íslensk yfirvöld mörgum árum eftir að þau bandarísku gera það.   

Bandaríkjamenn hafa ekki en fundið lausn á þessum málum, þegar sótt var að fyrirtækjunum fluttu þau sig einfaldlega úr landi. Þegar forsvarsmenn voru sóttir til saka gerðu þeir það líka.  Núna sitja þessir menn á heitum eyjum við Karabíahafið og vita ekki aura sinna tal.    Allar aðgerðir til að ná til þessar manna hafa ekki skilað árangri. 

Sú umræða sem nú er til umræðu hér heima vekur ekki síst athygli vegna þess að það eru íslenskir aðilar sem eru hluti af einu þessara fyrirtækja (Betson), hins vegar eru önnur eins og Partypoker og 888.com eru í hópi.   

Íslendingar segja sögur af því hvernig þeir hafa eytt aleigunni í þessi fyrirtæki.  Um leið og Bandaríkjamenn geta ekki með nokkru móti haldið aftur af þessu er mjög erfitt að sjá hvernig við ætlum að gera það.  

Kínverjar hafa stundað ritskoðun á netinu, það hefur reyndar ekki gengið sem skildi en það er spurning hvort íslenskum stjórnvöldum gengi ekki betur í því. Ekki að ég viti hvernig tækileg þetta væri framkvæmt en samt eru bara örfáir þræðir inn í landið fyrir utan gervihnattarsamband.  Þetta fer í gegnum örfáa söluaðila á netsamabandi.  Það kemur mér ekkert á óvart ef að umræða mun fara af stað um þessa lausn hér á landi.

Þessi lausn virkar illa í Kína og mun gera það sama hérna, þeir sem hafa áhuga að stunda þetta munu gera það. Spurningin er öllu heldur hvar sú ritskoðun myndi stoppa.  Er þetta eina óæskilega efnið sem við getum fundið á netinu.

Þessi fyrirtæki eru engir byrjendur, en margir sem sækja forrit á netinu samþykkja í leiðinni skilmála um að setja upp forrit á vélunum sínum. Þessi forrit poppa reglulega upp auglsýingu eða skapa tengar við þessi fyrirtæki.

Hingað til hafa verið nóg af tækifærum til þess að tapa heilu einbýlishúsunum, Háskólinn, rauðikrossinn og fleiri góðir aðilar hafa rekið spilakassasali um allan bæ.  

Væri ekki nær að hefja baráttuna eitthvað nær okkur en netveðmál? 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband