Færsluflokkur: Menning og listir
21.4.2007 | 11:53
Lagið hennar Heiðu
2.4.2007 | 17:35
Georg Helgi Seljan Jóhannsson....
Ljósvakalæðan segir frá ati sem Logi Bergmann gerði við Helga Seljan.
Logi fór nefnilega austur í dag að stjórna árshátíð starfsmanna Fjarðaáls, og fannst tilvalin hugmynd að fá alla til að senda týnda syninum, Helga Seljan, örlitla kveðju, en hann hefði sem kunnugt er snúist gegn álverum og sæti nú að sumbli, með Jónsa í Sigurrós og Andra Snæ, á Kaffibarnum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:50
Netgreinar
Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.
Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.
Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?
27.3.2007 | 08:06
Áhugaverðir bloggarar
Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.
Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.
Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.
26.3.2007 | 13:04
Áhugavert málþing
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 20:55
Háskólinn missir góðan mann
Ég skil ekki hvað hann er að gera að sækjast eftir því að halda þessari stöðu. Það er skiljanelg afstaða hjá Háskólanum að binda ekki stöðuna í amk. 4 ár meðan hann byggir upp annan skóla.
Hitt er annað mál að með þessu er Háskólinn að missa mjög öflugan mann, þetta var klókt hjá Bifröst að ná í Ágúst. Buisnessmann, Háskólamann og gamlan pólitíkus.
Fær ekki launalaust leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2007 | 11:33
Skaupið
Spá mín um skaupið reyndist rétt, mér stökk varla á bros nema í þeim kafla sem hafði þegar verið sýndur.
Það var þó deilt um hvort þetta skaup hafði verið verra, eða kynningarmyndbandið sem var sýnt í fyrra um fjölskyldu Eddu Björgvins. Það var ótrúlegt að sjá þá hvernig skattpeningum okkar var eytt í að kynna leikara son þeirra, sem var nú ágætur í fyrstu en varð svo bara óhemju leiðinlegur.
Í kjölfarið á skaupin í fyrra mætti það fólk sem stóða að því í þátt eftir þátt, þar sem fólkinu var hampað sem hetjum.
Ég vona að fjölmiðlar hafi vita á því í ár að sleppa því.
Menn hljóta svo að spyrja hver framtíð skaupsins verði, það hefur ekki komið fyndið skaup í mörg ár og það virðist stöðugt erfiðara að finna hina sameiginlegu fyndni sem fjölskyldan getur sest yfir og hlegið.
Hvað sem því líður fannst mér þetta skaup lélegt. Kalt mat.
28.12.2006 | 00:48
Ljótasta jólaskreytingin 2006
20.12.2006 | 14:01
Pantaðir skartgripir á netinu
Sá auglýsingu á demantur.is, held að það sé ekki málið að kaupa sér skartgripi í gengum netið.
Nú er maður áhugamaður og hefur keypt ýmislegt í gegnum netið en ég held að það sé langt þangað til að maður kaupi nokkra hluti beint í gegnum netið.
Meðal þess eru föt, maður vill bara geta farið og mátað. Einu undantekningarnar á þessu væri á tegundum sem maður þekkir til. Gæti sjálfsagt keypt mér Levis buxur eins og þær sem ég á, en myndi seint kaupa mér t.d. jakkaföt.
Hitt eru nú skartgripir, þetta er eitthvað svona persónulegt sem maður vill fara á staðinn og skoða og velta fyrir sér.
Auðvitað er ansi margt sem maður myndi aldrei kaupa á netinu, þetta voru nú bara þeir hlutir sem mér datt í hug núna.