Færsluflokkur: Fjölmiðlar
5.2.2007 | 08:45
Málefnamenn á launum hjá Baugi?
Jónína Ben kemur inn með krafti í bloggheima, það var svo sem ekki von á öðru. Samsæriskenningarnar fljúga á alla kanta. Nýjasta kenningin er nokkuð skemmtileg:
Af hverju? Jú af þeirri einföldu ástæðu að þrátt fyrir að þessir menn sem vinna fyrir Baug í "sérverkefnum" skrifi undir nöfnum eins og Moran, rymryts, Assmoedus og Satan og svo nokkrir aðrir minnispámenn þá finnst mér merkilegt að lesa þessa nýju Íslandssögu sem þessir menn skrifa í nafnleynd fyrir auðmenn þjóðarinnar.
Þar höfum við það, mönnum er sem sagt greitt fyrir að skrifa á málefni.com.
Ég skil ekki afhverju, en enginn hefur boðist til að skrifa fyrir eitt né neitt.
p.s. Í athugasemdakerfinu birtist áhugaverð komment:
Feu er fínn kall og hefur ekkert unnið sér til sakar annað en vera skemmtilegur þverhaus. Moran er bara gaur sem hefur gaman af að tjá sig. Rymrits líka. Satan er noboddý.
Jónína svarar:
Það sem þú skrifar hér á bloggið mitt eru ósannindi og eiga ekki heima hér. Vinsamlegast haltu þér á malefnum.com þar sem aulahátturinn ræður ríkjum og menn þora ekki að standa undir sjálfum sér og áliti sínu á fólki. Gaman fyrir Moran og Rymrits að vera kallaðir bara gaurar! Held að þeir álíti sig merkilegri en það. Í fjölmiðlum í það minnsta.
Já spennan magnast.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 00:15
Þegar DV var og hét
Um seinustu helgi fór DV af stað aftur, vegleiðinni af því sem DV var. Ég var svo heppinn að bera út DV á sínum tíma, þar á undan var ég blaðasali niður í miðbæ.
Blaðasalan var alltaf mjög skemmtileg, við strákarnir biðum eftir því að blaðið kæmi. Fyrst þegar ég byrjaði var DV í litlu húsi á horninu, sem siðar var rifið. Þetta var ótrúlegtur hjallur miðað við nýja hús.
Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið fjör að bíða eftir blöðunum, maður byrjaði að skrá sig á listann en Óli Blaðasali og Auðunn voru á einhverjum sérsamningum og fengu blöðin fyrst. Svo komu þeir sem seldu mest og að lokum var það almúginn.
Þeir fyrstu tóku herrana á leiðinni niður laugarveginn, við hinir hlupum bara niður í miðbæ og reyndum að slelja þar.
Ansir margir voru samir við sig og keyptu beint af Óla. Við hinir urðum bara að sætta okkur við þetta.
Ég náði aldrei að verða einn af þeim stóru, því þegar ég var 11 ára náði ég að fá hverfi til að bera út. Það var mun þægilegra en að fara niður í bæ til að selja og áreiðanlegri peningar. Ekki síst voru það 4 aukablöðin, reyndar hélt ég þeirri reglu að halda einu sem ég bauð föður mínum upp á til aflestar kæmi slys og ég þyrfti að fara með blað sem annað hvort hafði verið stolið eða eitthvað komið fyrir.
Sumir voru auðvitað mun útséðari í þessu aukablaða bransa og voru með áskrifendur, og seldu öll blöðin. Í þeim tilfellum fórum menn út í sjoppu og náðu sér í blað bærist kvörtun. Mér fannst lágmark að halda einu hvort sem til eigin lestar eins og áður segir. Varaðandi söluna, nýtti ég mér söluna ágætlega og seldi konunum á dagheimilinu við Hólagarð blöðin og fékk á móti ágætis hádegis verð.
Þegar ég var orðinn 16 ára var bæði salan orðin verri á aukablöðunum og ég hafði orði minni áhuga á þessu. Þá hætti ég blaðburðinum. Þar með lauk um 8 ára sögu mín og DV.
Ég hef því töluverðar taugar til þessa blaðs, ég vona að núverandi ritstjóra að snúa við því orðspori sem það hefur og koma því í sitt gamla far. Þótt ég eigi ekki von á því að sjá blaðasala hér í borginni á næstunni.f
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 22:50
Nýir blogglflokkar
- Fjármál
- Fjölmiðlar