Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Ekkert að frétta á Útvarpi Sögu

Útvarp Saga er komin með nýja fína heimasíðu. Svo fína að það tekur ekki að uppfæra hana. Reyndar er fyrsta frétt á síðunni ágætt, en það er að Villi Vill hafi verið valinn maður ársins.

Netgreinar

Nú er kominn einhver efnisflokkur neðst á mogganum (mbl.is) sem heitir netgreinar, í fyrstu hélt ég að þetta væru bara aðsendar greinar og myndu birtast í þar til gerðu umhverfi innan mbl.is. Þegar ég prufaði að smella, þá birtust mér blogg.

Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.

Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.

Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?

Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Rannveig góð

Mér fannst Rannveig vera mjög sterk í Kastljósinu í kvöld, hún svaraði þeim spurningum vel sem hún fékk og kom með gríðarlega góð rök. Það var ekki hægt að hrekja neitt af því sem hún sagði.

Á hinn bóginn talaði Andri mest um local mál eins og Þjórsá, sem kemur þessu máli ekkert við. Svo talaði hann um heildarmyndina, og svo andrúmsloftið... en kom ekki með neitt sem hefði gert það að verkum að ég hefði ekki kosið með því.

Frægur

Blogg eftir mig birtist í Mogganum, þetta var í fyrsta skipti svo ég viti til að þetta hafi gerst. Það er aldrei að vita annað en maður fari að detta í flokkinn valin blogg, nú þegar maður er orðinn birtur bloggari :)

Fréttin sem var aldrei til?

Það er varla góður siður hjá fjölmiðli að eyða út fréttum, þó svo að þeir hafi birt þær og þær hafi verið rangar. Í dag var birt umfjöllun á vef viðskiptablaðins þess efnis að bæði Orri Hauksson og Brynjólfur væru að hætta hjá Símanum.

Nú þegar þeir búa við betri vitnesku leiðrétta þeir ekki þessa frétt, þeir einfaldlega eyða henni út.

Þessi vinnubrögð hjá viðskiptablaðinu eru út í hött og rýra gildi frétta hjá þessum miðli.

Áhugaverðir staksteinar

Staksteinar skrifuðu áhugaverða færslu um blogg og stjórnmál:

En nú eru nýir tímar og ný löggjöf sníður flokkunum þrengri stakk. Sumir hafa spáð því að í komandi kosningabaráttu muni það þýða að minna verði eytt í auglýsingar, en baráttan færist út á bloggið. Það væri ágæt þróun. Bloggið er málefnavettvangur, þar sem fólk kemur yfirleitt til dyra eins og það er klætt.

Ég held að þetta sé fullmikið vægi varðandi bloggið. Sumir flokkar eru reyndar farnir að nýta sér bloggið mjög mikið, dæmi er um að starfsmenn og frambjóðendur eru mikið að skrifa. Oft virðist þetta vera skipulagt.

Hins vegar eru lesendur bloggsins of þröngur hópur til þess að þetta hafi raunveruleg áhrif. Blogg með 5-800 lesenendum á dag (oftast sömu dag eftir dag).

Enn þá er það svo að það eru fyrst og fremst yngra fólk sem les blogg, hlutfallslega eru mjög fáir eldri kjósendur að lesa blogg. Jafnvel þótt viðkomandi séu að lesa síður eins og mbl.is.

Það er því spurning hvort það sé réttlætanlegt fyrir flokkana að ráða sér verkefnisstjóra, sem virðast hafa það hlutverk eitt að blogga.

Skrifstofustarf en ekki ritskoðun

Ég hafði gaman að lesa grein Steingríms J, í mogganum í dag.  Hvernig hann ræðst að bloggurum Samfylkingar og Framsóknar fyrir að benda á Netlögregluna sem hann vill koma á fót.   

Það er gaman að hlusta á hvernig Steingrímur reynir að kenna þeim um þetta, að þeir séu að mistúlka orðin hans, eða þessu hálfu setningu eins og hann kallar þetta.  Ég held að meiningin hafi ekki farið fram hjá neinum sem sá þetta. Núna er hins vegar búin nað setja á fullt í bakkgírinn þegar viðbrögðin koma í ljós. Hérna er því á ferðinni það sem PR-menn myndu kalla "Damage control".

Það sem Steingrímur sagði og þessi hálfa setning sem hann skrifar í dag heila grein til að verja er nokkurnvegin svona:
Egill: Myndirðu vilja ráðstafana til að takmarka klám á netinu:
Steingrímur: Já, alveg absalút, ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að stöðva dreifingu kláms á netinu...

Dæmi nú hver fyrir sig, hvort þessi orð um netlögreglu hafi verið tekin úr samhengi. Hvernig á lögreglan að stöðva klám? Senda erlendum klámdreifingaraðilum bréf?

Hérna er augljóslega verið að ræða um ritskoðun.

Góð grein hjá Hannesi

Ég hef ekki alltaf verið sammála Hannesi, en greinin sem birtist í mogganum í morgun var virkilega góð.


Þar voru nokkrir mjög góðir punktar:

  • Stefán Ólafsson notaði ranga aðferð til að reikna ginistuðulinn, skýrsla evrópusambandsins sýnir að tekjudreifing er ekki eins og Stefán segir.
  • Aðstæður 20% fáttækasta hópsins hefur batnað meira en meðaltal OECD
  • Fólk við lágtekjumörg er næst fæst á Íslandi, á eftir Svíþjóð
  • Raunverulegur fjármagstekjuskattur er 26,2%, þegar búið er að greiða tekjuskatta af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatt.
  • Fólk með lágar tekjur t.d. 100 þúsund, greiða hærra hlutfall tekna í skatt en á Íslandi.

 

Að lokum bendir Hannes á hvernig íslenska ríkið hefur aukið tekjur sínar af fjármagnstekjuskatti, úr 2 milljörðum í 18 milljarða.  Peningar sem hafa verið notaðir til að greiða niður skuldir og læka skatt (nú seinast vsk á matvælum).  Verði þessir skattar hækkaði er augljóst að fyrirtæki muni hætta að gera upp á Íslandi og færa penigna sína eitthvað annað.  Nær væri að lækka skattinn enn frekar til að laða að okkur erlend fyrirtæki.

Það er ótrúlegt hvernig vinstrimenn hafa undanfarið reynt að mála skrattann á veginn þegar staðreyndin er að við höfum það bara nokkuð gott hérna heima.


Meira um klámráðstefnuna

Stígamót lýsa því yfir að þau telji líklegt að stjórnvöld muni banna þessa ráðstefnu.  Það kæmi mér amk. mjög spánskt fyrir sjónir ef það væri gert og á hvaða rökum, jú að þetta stuðli að barnaklámi og mansali.  Hvorugt á við rök að styðjast. 

Hvað svo eitthvað lið vilji striplast hérna á landi? Er það ekki þeirra eigið mál?

Ég skil bara ekki hvað öll þessi læti eru út af. 

Þetta er væntanlega ekki seinasta færslan mín um þetta mál.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband