Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Meira að setja að stjörnurnar með Árna

Ellý bendir á að stjörnukort Árna Johnsen bendi til árangurs hans í vor. Árni hlýtur að fljúga inn, fyrst stjörnurnar segja það.

Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Áhugavert málþing

Var að rekast á áhugavert málþing hjá Vöku. Gæti verið spennandi að líta við og sjá hvað menn hafa um málin að segja. Hvernig verður stemningi á milli Margrétar og Jóns? Hvað mun Björgvin segja varðandi skólagjöldin, sem hann viðraði fyrir skemmstu?

Hvar er loðnan?

Það vekur áhyggjur að ekkert er að finnast af loðnu, maður veltir fyrir sér hvað valdi þessu en maður hefur á tilfiningunni að það hafi ekki.  Það eru alla vegna mörg ár síðan við fengum einhverja alvöru loðnuvertíð hingað til lands með þeim tekjum sem því fylgir.

Það er kannski tímana tákn að þessar fréttir eru alltaf að minnka og menn eru að veita þessu minni og minni athygli.


mbl.is Lítilsháttar sást til loðnu norður af landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissamtökin SUS

Það að SUS hafi valið Andra Snæ sem mann ársins, pirrar mig álíka og að fréttastofa Stöðvar 2 hafi valið Ómar sem mann ársins.  Þetta er barátta sem hófst alltof seint hjá Ómari.  

Ég er þó í hópi þeirra sem hafa ekki lesið bókina, þannig að áður en ég tjái mig út um þetta býst ég við að þurfa að fara á bókasafnið og lesa.  

Nema að einhver SUS-ari ákveði að lána mér bókina til þess koma mér í ljósið. 

Samt er þetta gott hjá SUS. 

VG hefur einokað umræðuna um umhverfisvermd, klárlega eru margir umhverfisssinar innan SUS. SUS hefur gert ýmislegt varðandi umhverfismál og umhverfisvermd. Með þessu beinist vonandi athyglin meira að því starfi.  

Það vill til að margar skoðanir rúmast innan Flokksins og innan SUS. 

Fyrir þá sem vilja hressan pistil um málið mæli ég með pistlinum hans Ingva Hrafns 



mbl.is Andríki og Andri Snær Magnason hlutu frelsisverðlaun SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr markaður

Það er spurning hvort snjósala verði markaður fyrir Íslendinga.  Náttúrulega safnað af íslenskum eskimóum, innan um nátúrulega vilt hreindýr og minnka.  Auðvitað má ekki gleyma sauðkindinni.

Annars hittum við Flórídabúa sem hafði aldrei séð snjó og hélt því statt og stöðugt fram að við værum heppnasta fólk í heimi. 


mbl.is Snjór til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarfréttir

Samkvæmt hagstofunni fæddust að meðaltali 4158 einstaklingar á ári, á árunum 2001-2005, þar af 145 tvíburar eða tæplega 3,5% tilfella. Þannig að hefði fyrsta fæðingin verið tvíburi, þá hefði það verið frétt.

Það væri líka frétt ef faðirinn væri 44 ára eða eldri, en á því eru jafnar líkur og á tvíburafæðingu. Svipað hlutfall og ef faðirinn væri 20 ára eða yngri.

Að sjálfsögðu væri líka frétt ef fyrsta barnið væri dökt á hörund en faðirinn hvítur, það gerðist í einu tilfelli amk. Árið 2005.

Mér finnst hins vegar lítil frétt í því að barn hafi fæðst nokkrum klukkustund eftir miðnætti.  Það gerist alla hina dagana.


mbl.is Fyrsta barn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngd í tonnum

Ég hef ákveðið að tilgreina eigin þyngd í tonnum eftir jólin.  Þetta er praktískt og ég held að fleiri ættu að ganga til liðs við mig.  Það hljómar bara mun betur að vera tæplega 0,1 tonn frekar en að vera meira en 90 kíló.

Maður þarf auðvitað aðeins að venjast við tonnið. 


Ís með dýfu og saurgerlum

Þetta hlýtur að vera fyrirsögn dagsins, en hún er í Blaðinu í dag. Maður fær bara vatn í muninn að heyra þetta. Er að hugsa um að skella mér út í ísbúð og biðja hátt og skýrt um:
Einn ís með dýfu og saurgerlum

Það væri nú gaman að sjá viðbrögðin hjá afgreiðslufólkinu, sem væntanlega myndi henda manni út, ef maður yrði bara ekki hreinlega laminn á staðnum.

Blaðið birtir í dag mikla greinargerð um þetta og birtir nöfn staðanna. Væntanlega á eftir að koma einhver umræða um það að nöfn þessara staða hafi verið birt. Áður höfðu þessar niðurstöður birst en ekki með nöfnun staðanna, þetta að sjálfsögðu skapaði tortryggni allra staða. Nú liggur þetta fyrir og ég og fleiri vitum hvar við eigum að kaupa ísinn okkar.

Umhverfisspjöll

Ekki það að vegurinn er lagður í góðum hug, en nú hljóta einhverir að
rísa upp og mótmæla þessum umhverfisspjöllum.  Hefði ekki verið
hægt að sækja þetta á einhvern annan hátt t.d. utan af sjó?
mbl.is Búið að leggja veg að strandstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband