Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Árni Páll og Guðmundur

Það stefnir allt í að það eigi eftir að vera fjörug umræða á þessum vettvangi, upplagið er amk. gott nema að Árni Páll muni gugna og svara ekki því sem nú er komið.

Til þess að halda áfram að hamra umræðuna verð ég að minnast þess að hér væri kjörið að vera með track back fídusinn. Gallinn er kannski sá að það er engin sérstaklega góð leið að hafa samband við Moggamenn.  Spurning að senda þeim Fax?  Það er amk. ekkert netfang neinstaðar að finna til að láta þá vita. 


blogleit.is

Símaskrá.is (eða öllu heldur já) hefur skráð lénið blogleit.is, nú er bara að bíða og sjá hvort við fáum ekki einhverskonar blogleitartól frá þeim félögum.

Pósturinn í ham

Það vekur óneitanlega athygli að Íslandspóstur heldur áfram að kaupa fyrirtæki á markaði. Á dögunum keyptu þeir prentfyrirtækið Samskipti og samkvæmt þessari frétt hafa þeir líka keypt í netfyrirtækinu Modernus, sem einna helst er þekkt fyrir að reka teljari.is

Þessi kaupastefna minnir einna helst á kaup orkuveitunnar á fyrirtækjum alls ótengdum fyrirtækjum, eins fyrirtæki í risarækju eldi.

Manni er spurn afhverju ríkisfyrirtæki eru að fjárfesta í prentsmiðjum, á sama tíma og ríkið er að losa sig við fyrirtæki á markaði.

Það hlýtur að fara að koma að því að pósturinn verði seldur. Menn geta þá fjárfest í þeim fyrirtækjum sem þeim hentar.

Jólagjöfin í ár?

Ýmsir hafa velt því fyrir sér á blogginu hver væri jólagjöfin í ár. Ég fann eina mjög spennandi en það er USB Kamelljón.

Kamelljónið er þeim eiginleikum gætt að geta ullað reglulega, svo ekki sé rætt um þann eiginleika að geta rúllað augunum í sér.

Þetta hlýtur að vera mjög nauðsynlegur eiginleiki fyrir eigendur tölva að hafa svona kamelljón.

Sömuaðilar eru sagðir bjóða upp á hömp hundinn, sem er settur í USB tengið og er þeim eiginleikum búinn að hann hömpar tölvuna alveg endalaust.

Hver getur lifað án þessara æðislegu usb hluta.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband