Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Flott uppsetning á php, apache og mysql

Var að setja upp xampp á vélina hjá mér, ég er mjög ánægður með þetta mjög auðvelt að keyra php á windwos vél án þess að lenda í þessum leiðinlegu config málum. Bara keyra þetta og þetta er komið. Mjög ánægður með þetta.

Netgreinar

Nú er kominn einhver efnisflokkur neðst á mogganum (mbl.is) sem heitir netgreinar, í fyrstu hélt ég að þetta væru bara aðsendar greinar og myndu birtast í þar til gerðu umhverfi innan mbl.is. Þegar ég prufaði að smella, þá birtust mér blogg.

Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.

Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.

Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?

Ultra Laptop

Frétt á PC World um Ultra Laptop.

Svaklega væri ég til í að eigna þessa tölvu. Hingað til hefur mér fundist Dell tölvurnar vera flottastar í þessum litlu ferðatölvum, en það er alveg ljóst að þessi græja er mun flottari.

Nú er bara að fara í bókhaldið og telja aurana. Ég er ekki viss um að fjárveiting fáist fyrir þessu á næstunni.

Róttækir UVG

Árni Helga benti á þessa mynd af grísnum í gær, nú hefur Egill Helgason tekið eftir þessu einnig og segir:

Birti að gamni myndina hér að ofan sem er komin af vef Ungra vinstri grænna. Það er gott að þeir eru ekki alveg búnir að gleyma róttækninni, þótt ýmislegt bendi til að flokksforystan ætli að að vera nógu skikkanleg til að hægt sé að bjóða henni inn á skrifstofur bankastjóra.


Skrifstofustarf en ekki ritskoðun

Ég hafði gaman að lesa grein Steingríms J, í mogganum í dag.  Hvernig hann ræðst að bloggurum Samfylkingar og Framsóknar fyrir að benda á Netlögregluna sem hann vill koma á fót.   

Það er gaman að hlusta á hvernig Steingrímur reynir að kenna þeim um þetta, að þeir séu að mistúlka orðin hans, eða þessu hálfu setningu eins og hann kallar þetta.  Ég held að meiningin hafi ekki farið fram hjá neinum sem sá þetta. Núna er hins vegar búin nað setja á fullt í bakkgírinn þegar viðbrögðin koma í ljós. Hérna er því á ferðinni það sem PR-menn myndu kalla "Damage control".

Það sem Steingrímur sagði og þessi hálfa setning sem hann skrifar í dag heila grein til að verja er nokkurnvegin svona:
Egill: Myndirðu vilja ráðstafana til að takmarka klám á netinu:
Steingrímur: Já, alveg absalút, ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að stöðva dreifingu kláms á netinu...

Dæmi nú hver fyrir sig, hvort þessi orð um netlögreglu hafi verið tekin úr samhengi. Hvernig á lögreglan að stöðva klám? Senda erlendum klámdreifingaraðilum bréf?

Hérna er augljóslega verið að ræða um ritskoðun.

Afhverju Python?

Mér þætti fróðlegt að vita afhverju CCP ákvað að nota Python, í staðin fyrir hefbundið fortinurmál eins og C++.    

Ég hef svo sem ekki fylgst með þróun python, en ég las einhvern tíman að þetta væri óþróað forritunarmál en væri í fullri þróun. 

Er það út af þessari netkeyrslu? Hefði ekki perl gert sama gagn?


Stærri netþjónar?

Hef tekið eftir því stundum undanfarið þegar ég fer inn á vefinn hjá Mogganum að það er eins og vefurinn hjá þeim sé ekki að höndla þetta.  Bæði er blog.is mjög oft hægt og einnig bara úti.

Spurning hvort þeirð verði ekki að fara að stækka við sig serverana.

Ég veit amk. hvar þeir fá tölvukæli, ef það þeir eru með hitavandamál


Snilldar sími

Það kemur lítið að óvart að Apple ætli sér á farsímamarkaðinn, hvað sem sagt verur um Mac tölvur, þá hafa þeir leitt þróun á flottum tölvum. Svo koma þeir fram með Ipod og fleiri vörum. 

Þeir hafa gott orðspor af vörum sínum, die hard aðdáendur.   Svona áður en nokkrar aðrar upplýsngar koma fram myndi maður búast við hvítan síma með stórum flottum skjá.

Það sem maður sér er að það á að gera þennan síma nær ferðatölvu, hvað sem það þýðir.  Ég get ekki séð að þetta tæki sé ekki nú þegar til hjá þeim sem hafa verið að bjóða þetta.  Bæði stór skjár snertiskjár, tenging inn á netið.   

Það er spurning hvort þetta sé ekki eins og þegar Apple ákveður að fara á Ipod markaðinn, þeir voru ekki fyrstir og voru ekki með neitt nýtt.  Hins vegar setja þeir markaðssetninguna í gang og ná til fjöldans.


mbl.is Apple ætlar á farsímamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór Eykt frá hálfkláruðu verki

Í fréttum RÚV er sagt frá því að byggingarfélagið sem stóð að byggingu Skuggahverfis hafi farið frá hálfkláruðu verki. Að sjálfsögðu neitar Eykt þessu.

Maður hefur heyrt ótrúlega mörg dæmi um að byggingarfélög hafi ekki verið að standa sig, hús hafi verið mjög illa byggð og allir veggir skakkir.  Hraðinn á þessum byggingarframkvæmdum sé svo mikill að menn megi ekki bíða eftir því að steypan þorni almennilega áður en haldið er áfram.

Einnig er það nánast undartekning ef íbúðir eru afhentar á réttum tíma og mér skilst að menn hafi ekki heldur gert það í þessu tilfelli. 

Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem eru sjálfir að sjá um þetta og það getur verið gríðarlega dýrt að sækja svona skaða.  Menn leggja varla í þetta nema að það sé verulegur galli.  Í þessu tilfelli eru menn í blokkinni líklega svon "heppnir" ef hægt er að tala um heppni í þessu máli að það er byggar félag sem getur sótt þetta fyrir menn.

Skuggahverfisblokkir gallaðar? - af rúv.is

 

 


Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband