Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott hjá Erlu

Ég er virkilega ánægður með að Erla skuli ætla í prófkjör. Erla er mjög öflug og hefur sýnt það þegar hún hefur farið inn á þing, að hún er ekki þar bara til þess að þiggja launin sín.
mbl.is Erla Ósk ætlar í 5. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota Eurovision

Ég vil bara þakka stjórnendum Eurovision fyrir það að hamra í á því í öðru hverju orði að við séum gjaldþrota. Þetta hefur alveg farið fram hjá mér. Hefði haldið að það væri nóg að fá allar neikvæðu fréttirnar í fréttatímanum, en það væri nú hægt að reyna að hugsa um eitthvað annað og skemmtilegra á meðan maður glápir á skemmtiþátt eins og Eurovision.

Það hlýtur að vera til eitthvað betra þema en gjaldþrot Íslendinga.

Reyndar fær maður er maður alltaf jafngáttaður yfir kynnunum. Af hverju geta þær bara ekki reynt að vera þær sjálfar? Rembingur er sjaldnast fyndinn.


Eru 3000 dollarar 4 milljónir

Ég viss að gengið er á fleygiferð, en er nokkuð viss um að það sé ekki enn orðið þannig að 3.000 kosti í dag 4 milljónir.

Jakkaföt fyrir 5 milljónir seljast eins og heitar lummur

mynd

Jakkafataframleiðandinn Brioni er ekki banginn við kreppuna og hefur sett nýja jakkafatalínu á markaðinn þar sem stykkið, án bindis, kostar rúmlega 5 milljónir kr..

Brioni ætlar að veðja á að 1-2% af efnaðasta fólki heims muni ekki spara við sig í fatakaupum í kreppunni. Raunar hefur ætíð verið dýrt að kaupa Brioni-jakkaföt því þau ódýrustu á markaðinum kosta 3.000 dollara eða hátt í 4 milljónir kr..

Nefna má að þrír síðustu leikarar sem leikið hafa James Bond hafa allir komið fram í Brioni-fötum í myndum sínum.

Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir Andrea Perrone talsmanni Brioni að ákvörðun um nýju fatalínuna hafi verið tekið í haust og að tilkoma hennar á markaðinn nú sé fremur óheppileg.

Hinsvegar megi nefna að þegar er búið að selja 30 jakkafatasett af nýju línunni þannig að eitthvað virðist vera til í því að hinir efnuðu hafi enn einfaldan smekk og velji aðeins það besta.


Bara 200 manns svara

Mér finnast það líka vera fréttir að í þessum flokki séu bara 200 einstaklingar sem hafi haft áhuga á að því að svara þessari könnun.Hvert ætli svarhlutafallið hafi verið?

Hvort ætli það hafi verið skortur á áhuga eða bara að það séu svona fáir í flokknum?


mbl.is Frjálslyndir hafna ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Gunni og athugasemdirnar

Það er dálítið skondið að dr. Gunni skuli gagnrýna að Andríki bjóði ekki upp á athugasemdir, þegar hann gerir það ekki sjálfur.

Hvað er bruggverksmiðja?

Hvenær verða bruggtæki að verksmiðju? Vísir sagði frá því að Bruggverksmiðju hafði verið lokað. Það hefði mátt halda að þessi verksmiðja hefði haft fjölda manns í vinnu og framleiðslan hefði dugað til að halda svona eins og einu hverfishluta fullum í heilan mánuð. Svo kom löggan og bar út bruggtækin, þetta voru ósköp venjuleg bruggtæki, sem vel hefðu getað búið til eitthvað magn sem hefði verið hægt að selja en ólíklega það mikið að það réttlætti að kalla þetta verksmiðju. Ég spái því að bændur verði teknir um allt land með "kjötsmiðjur" þegar þeir verða stoppaðir við að drepa eitt og eitt lamb fyrir heimilið.

Eru menn ekki að grínast!

Hvað er málið þegar með sjónvarpsdagskránna hjá RÚV á laugardagskvöldi. Fyrst kemur ömurlegur Eurosvisonþáttur, sem er fyrst og fremst uppfullur af einkahúmor tveggja þáttastjórnenda og svo kemur teiknimynd með geimveru og syndandi rollum.Ég hallast að því að þetta sé RÚV að rétta þjóðinni miðjuputtann, vegna þess að við þurfum að borga fyrir þetta, hvort sem okkur líkar betur er verr.

Merkileg mynd

487081.jpg Mér finnst þetta nokkuð merkileg mynd. Þarna virðist starfsmaður bankans vera að koma í veg fyrir að ljósmyndari ljósmyndi mótmælendur sem eru búnir að koma sér fyrir inn í bankanum og byrjaðir að spila fótbolta. Er það helsta forgangsatriði þegar tugir mótmælendur eru mættir inn í bankann og farnir að eyðileggja að koma í veg fyrir að myndir séu teknar? Er það ekki annars hugmynd frá Landsbankanum sjálfum að það sé gott að spila fótbolta þarna inni? Ekki að það sé réttlætanlegt að ráðast inn í banka í þeim tilngangi.
mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun eða ekki?

Undanfarið hefur verið mikil umræða hér á blog.is, þar sem einhverjir telja að það hafi verið ritskoðun að morgunblaðið ákvað að rjúfa tengingu við eina frétt eftir að hún hafði verið birt og einhverjir fengu að blogga við hana.

Í fyrsta lagi er þetta alveg örugglega ritskoðun, misskilningurinn er bara að það er ekki verið að ritskoða bloggarana, heldur miðilinn mbl.is. Það er einmitt hlutverk Moggans að ritstýra þeim miðli. Það hefur enginn reynt að stöðva bloggarana á eigin bloggi að segja sína skoðun. Þeir fá bara ekki að hengja slóð inn á fréttina.

Að sumu leiti virka þessar tengingar við fréttir eins og athugasemdir á bloggum, ég get farið inn á vefi bloggara og gefið þeim "ókeypis efni" eins og það er kallað með því að setja inn athugasemd.

Það er því ótrúlegt að lesa einn bloggara þar sem hún dásamar eigin ritskoðun og lýsir því hvernig hún hefur ritskoðað eigin blogg og ákveðið að birta sumar athugasemdir og aðrar ekki, hvernig hún hefur ákveðið að loka á suma sem hafa skrifað athugasemdir sem hafa ekki verið að hennar skapi. Næsta sem hún gerir er að fordæma Moggann fyrir að gera það nákvæmlega sama.

Það er reglulegur viðburður þegar blog.is lokar á fréttatenginu að hópur manna hótar að fara. Flestir þessara sem hafa látið sem hæst fara þó ekki. Af hverju skildi það vera?

Þrátt fyrir að blog.is sé fínt kerfi, þá er það hvorki eina ókeypis blogkerfið sem er í boði.  Wordpress er t.d. með meira að möguleikum, í boði eru mun fleiri tilbúin útlit og kerfið (og hlutir tengdir því) eru í stöðugri þróun af mun meiri krafti en mogginn gæti nokkurn tíma keppt við (Hundruð sjálfboðaliða).

Ég held að ástæðan sé einmitt títtnefnd tenging við fréttir. Það er nefnilega frekar einmanalegt að skrifa blogg sem enginn les. Ein helsta ástæðan fyrir því að blog.is hefur náð vinsældum en ekki vísisbloggið (sem er nb. wordpress kerfi), er einmitt að þeir bjóða ekki upp á þessa tengingu.  Vísisbloggið getur boðið upp á allt annað sem blog.is býður upp á.


Akranes, Húsavík og Keflavík í Amazing Race

Var að horaf á annan þáttinn í nýrri seríu af nýju seríunni af Amazing Race, keppenur voru staddir í Brasilíu. Keppendur voru sýndir leita í gámagarði að gámum sem voru að fara frá Brasilíu. Á þeim 2 skjáfyllum sem sáust, kom í ljós að gámar voru á leiðinni til Íslands í 3 tifellum, það er gámar voru að koma til Akranes, húsavíkur og Keflavíkur.

Mjög skemmtilegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband