1.7.2007 | 14:33
Dreymir þig að efnast?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 14:11
Ekki verra en margt annað
Þetta er bara fínt hjá Blair kallinum, betra að mínu mati en margar aðrar tilraunir.
Ég hef aldrei skilið fólk sem hefur farið með jafn persónulega athöfn og að biðja konunar sem þú elskar og ætlar að gifast á einhvern fólkvang fyrir framan tugi þúsund manns, eða kaupa sjónvarspauglýsingu. Rómantíkin er bara farin úr því.
Þetta er auðvitað bara mín skoðun, svona svipað og mig langara ekki til að taka þátt í viltum steggjunum, sem enda út í móa með kófdrukknum brúðguma.
Hérna er ein sem gekk frekar illa: Og önnur sem gekk betur:
![]() |
Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2007 | 10:42
Fjölskyldulíf
Gunnar Sigurðsson hefur fjóra í forgjöf í golfi, hann fer að heiman til vinnu kl. 6.30 að morgni en snýr sjaldnar heim fyrr en kl. 22-23 að kvöldi. Hann reynir að gefa sér tíma til að borða með eiginkonu sinni og tveimur sonum tvisvar í viku.
Er ég einum um að finnast þetta skrýtin forgangsröðun?
30.6.2007 | 20:56
Bloggkerfið á blog.is
Mér hefur líkað mjög vel við að blogga hérna á moggablogginu, það hefur ekki verið síst tenging við fréttir sem hafa fallið í geðið. Mér væri hins vegar slétt sama þótt linkar hættu að birtst við fréttirnar, bara ef það birtist linkur frá blogginu mínu á viðkomandi frétt. Það væri sniðugur fídus ef það væri hægt að haka við "ekki birtast með frétt". Þann fídus myndi ég örugglega nota mikið.
30.6.2007 | 20:42
Merkilegt barátta
Þessi barátta um Hitaveituna er skemmtileg, á sama tíma og menn segja að stóriðjustefnunni sé lokið er gríðarlega barátta um Hitaveituna. Um leið og rætt er um að stóriðjustefnunni sé lokið, keppast nú sveitarfélög að tryggja sér sinn hlut og þar með orku í sitt sveitarfélag. Fyrir minni sveitarfélögin er þessi barátta töpuð en nú viraðst Hafnarfjörður og Reykjanesbær að bítast um bitann. Það verður fróðlegt að sjá hvort Green Energy á eftir að fá nokkuð af þessu. Miðað við þá spennu sem er í gangi, efast ég um það.
Nú er bara að halda áfram með undirbúning álvers í Helguvík. Orkan virðist stefna þangað.
![]() |
Segir útilokað að Hafnarfjörður geti eignast 60% í HS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 12:11
Mótor íþróttir
Mótoríþróttir eru ekki meira áhugamál hjá mér en aðrar íþróttir, í leti minni þennan morgunin var ég að horfa á mótorhjólakeppni. Ég heyrði skemmtileg upphróp í þessu. Ég horfði nokkuð vel á sjónvarpið þegar þetta gerðist og sá bara mann á mótorhjóli fara í hring. Gaurinn virtist bara vera að keyra og ekkert merkilegt að gerast.
Svo komu mikil læti hjá sjónvarpssmönnunum:
Fyrsti: Sástu þetta
Seinni: Þetta rosalegt
Fyrsti:Sástu hvernig hann hélt línunni
Seinni: Þetta var rosalegt
Fyrsti:Hann gjöfinni allan tímann.
Ég er nákvæmlega ekkert nær hvað gerðist!
30.6.2007 | 12:00
Staksteinar taka fyrir Stefán Pálsson
30.6.2007 | 11:31
Var þetta þá bara venjuleg árás?
![]() |
Segist ekki hafa verið með bleyju í ökuferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2007 | 11:54
Afmælisgjöfin
29.6.2007 | 09:05
SMS helgi
Ég sá það í gær að helgin er kölluð SMS helgi, eitthvað sem maður hefur heyrt reglulega. Nú býð ég bara spenntur eftir mínu SMS, með kippu í bílnum og fullan tank.
Eru SMS helgar ekki orðnar úreltar?