Langþráð frí

Þá er komið að smá fríi, ég ætla að skella mér á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar og þaðan til Svíþjóðr.  Reyndar er fríið ekki langt, því ég kem til baka á sunnudaginn, en miðað við hamaganginn undanfarið er það nokkuð langþráð.

Svo heyrast fréttir af því að sólin sé að hætta, nú dönsum við sólardansinn í vinnunni :) 


Brúðkaupsveisla fyrir lítið

Nú er tækifærð að fá milljón krónu brúðkaupsveislu fyrir lítið. 
Fyrst allir eru að bakka út þennan dag ætti að vera hægt að ganga inn í
svona brúðkaupsveislu fyrir lítið.  Það er verst að ég verð ekki á
landinu. 
mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenning

Í gær skrifaði ég um hvernig hitabylgjan hefur farið með vinnuna mína, en þessi mikla vinna hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað sinnt öllum kúnnum jafn vel og ég hefði viljað.  Sérstaklega hefur þetta komið niður á kúnnum með mikið af spurning um mjög ódýra hluti.  Einu sinni sagðist ég reka versta þjónustuver landsins og ætli það sama eigi ekki við um sölumennskuna.  Ég skal þó viðurkenna að ég reyni að sýna mínar bestu hliðar, en það gengur oft mjög hægt þegar svona mikið er að gera.

Ég fékk mjög skemmtilegt símtal um daginn, þá hringdi einn og vildi upplýsingar, eftir að ég var búinn að gefa honum helstu upplýsingar, hélt hann áfram að spyrja.  Þá fannst mínum komið nóg og því bauð ég honum bara að koma og skoða og prufa.  Þá kom hin gullna setning algjörlega upp úr þurru, svona þegar flestir hefðu annað hvort fundist þjónustan léleg og skellt á eða þakkað gott boð og komið og skoðað og fengið að vita meira:

Hann: Þetta er XXXX (fornafn)
Ég:  Ha?
Hann: Þetta er XXXX XXXX (svo fylgdi eftir fyrir hvað hann er frægur)
Ég: Já ok, ég bara þekkti þig ekki.

Mér fannst þetta alveg stórkostlegt samtal, hvenær skildi ég vera svona frægur að geta bara kynnt mig sem ég og ætlast til þess að fá bætta þjónustu út á það?

Þess má geta að ég keyrði tækið til viðkomandi, með mikilli gleði.  Það er ekki oft sem maður fær svona skemmtileg símtöl. 

 


Hitabylgjan

Þetta er búinn að vera merkilegur dagur í dag, mikið að gera í hitabylgjunni sem nú virðist vera að drepa hin venjulega skrifstofumann.  Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að menn þurfa nú að bíða margar vikur til þess að að kaupa Loftkælikerfi.  Það er samt staðan í dag en nú komust við engan vegin yfir þau verkefni sem við höfum.  

Mér sjálfum hefði ekki veitt af góðu loftkælikerfi til að halda mér í standi þennan daginn, en ég hef sjaldan svitnað jafn mikið og í dag, þegar ég keyrði á milli og tók út kerfi og bauð í uppsetnignar.

Fyrir vikið hef ég ekki haft tíma til að blogga jafn mikið og ég er vanur, en ætla að halda heim á leið og hvíla mig.  Ég er í hópi margra sem vonast til þess að þetta veður muni halda svona áfram á næstunni, þó augljóslega af öðrum ástæðum.

Þess má að gamni geta að fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði í þessu voru margir sem hlóu og sögðu að þetta væri eins og að selja ísskápa til eksimóa.  Ég hlyti að hafa rosalega trú á sjálfum mér sem sölumanni.  Ég veit ekki hvort það er sölumennska mín eða hvað, en þeir sem hlóu sem mest á sínum tíma eru amk. hættir að hlæja núna, enda sumir komnir með loftkælikerfi frá mér. 


Frábært veður

Undanfarið hefur verið alveg hreint frábært veður, ég man amk. ekki eftir jafn góðum júnímánuði þar sem veðrið hefur verið svona dag eftir dag og nánast ekki einn einasti rigningardagur.  

Nú er bara að vona að restin af sumrinu verði svona góð. 


mbl.is Fimmti hlýjasti júnímánuðurinn í Reykjavík frá því mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðmælabréf frá Forsætisráðherra

Pottinum var að berast bréf frá Forsætisráðherra:

Tómas, þú ert frábær.  Kveðja Geiri (the big boss). 

Ætli Big boss nafnið sé ekki komið til að komast hjá ruglingi frá Geir Ólafssyni, en mér skilst að hann sé að reyna að pretta Nancy Sinatra til landsins með fölsuðu bréfi frá Geir H. Haarde. Það skrýtna í málinu er það virðist ekkert vera ólölegt við það! Ég má sem sagt fara að búa til vitleysileg bréf eins og textinn hérna fyrir ofan og dreifa í nafni Geirs H. Haarde, svo lengi sem ég græði ekki persónulega á því.

Ef Nancy ákveður að koma hingað til landsins og Geir Ólafs græðir á þessu, hefur hann þá gerst brotlegur við lög? Ef hún kemur og hann tapar, sleppur hann þá?

Ég botna bara ekkert í þessu og þætti gaman að vita hvar mörkin liggja. Má ég senda bréf í nafni hvers sem er, til hvers sem er án þess að brjóta nein lög, bara ef ég græði ekkert á því. Er þá alls ekki hægt að stoppa svoleiðis vitleysu?

Fráleit svör hjá JÁ

Forsvarsmaður Já sem var í viðtali á stöð 2, hefði nánast alveg eins getað rétt fréttamanninum fingurinn.  Það er sjaldan sem maður hefur heyrt jafn fáránleg svör eins og svör forsvarsmann JÁ. 

Svörin voru annars vegar að vefurinn hefur hækkað í verði vegna þess að þau hafa bætt vefinn, já.is. Þeir hafa svo sannarlega bætt þjónustu vefsins (um það efast enginn), en að ætla að velta þeim kostnaði yfir á auglýsendur án þess að spyrja menn er út í hött.  Þetta eru tvær vörur, annars vegar auglýsingar á vefnum, tengingar við leitarorð og svo framvegis og svo hins vegar birtingar í símaskránni.    

Þegar hún var spurð af hverju viðskiptavinir voru ekki látnir vita, var svarið að verðið hafi verið sett á netið og að svo velti hún fyrir sér hversu mörg fyrirtæki auglýsi hækkun!     

Fyrirtækið ákvað sem sagt að breyta þjónustunni án þess að láta viðskiptavininn vita og stórhækka svo aftur án þess að láta viðskiptavininn vita og eru svo alveg hissa á að einhverjir skuli vera óánægðir með þetta! 

Þessi kona er með engu móti fær að sinna þessu starfi! 


Nýlenduvöruverslun með broddi

Andrés Jónsson, spáir því að mengela komi úr felum fljólega. Ég efast reyndar um það, ég veit amk. ekki um neinn sem er tilbúinn að gangast við sumum af þeim vörum sem fást í þessari verslun.

VG Árborg styður sölu til einkafyrirtækja

Eyjan bendir á nokkuð skemmtilega staðreynd að VG í Árborg styður sölu sveitarfélagsins á Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy.

Mér finnast rökin nokkuð skemmtileg rökin hjá fulltrúa VG:

"Hins vegar er um að ræða nánast óvirkan hlut og Árborg gæti aldrei ráðið nokkrum sköpuðum hlut um það hvað fyrirtækið tekur sér fyrir hendur. Ef við ættum hlut mætti hins vegar líta þannig á að við værum ábyrg fyrir því sem fyrirtækið er að gera, án þess að hafa nokkur áhrif á stefnu þess og stjórn með þessum litla hlut."

Það er semsagt í fínu lagi af því hluturinn þeirra var svo lítill. 


Já hækkar um 100%

Las það á Vísi.is að Já hefði hækkað að meðaltali um 100% á milli ára! Þetta eru ótrúlegar hækkanir hjá fyrirtækinu, það er alveg ljóst að ég mun endurskoða þær auglýsingar sem ég hef hjá þeim. Ég skráði mig eins og í fyrra í þeiri trú að þetta væri sambærilegt verð. Ég fékk reikninginn um daginn og ætlaði að fara yfir hann vegna þessarar hækkunnar, en hafði ekki haft tíma til þess.
Hjá fyrirtækinu JÁ fékkst það staðfest að gjaldskrá aukaskráninga hefði hækkað að meðaltali um hundrað prósent. Grunnskráning er ókeypis, en í henni felst nafn, heimilisfang, starfsheiti og sími.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband