6.9.2009 | 22:53
Frábært framtak
Var svo heppin að fá að keyra ræðunámskeið, fyrir þessa krakka hluta úr deginum í dag. Það var haft samband við mig í gær og ég beðinn um að taka þátt í þessu verkefni. Mér fannst þetta mjög spennandi og í gær setti ég niður á blað nokkrar punkta um ræðumennsku sem ég vildi miðla til krakkanna.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég kenni krökkum á þessum aldri. Það var þó gaman að sjá hversu yngri krakkarnir voru mun viljugri til þess að taka á móti móti leiðbeiningum en þau eldri.
Skemmtilegast við þetta var hversu frábærar hugmyndirnar voru. Fyrirfram hafði ég búist við einhverjum barnalegum hugmyndum, en þetta voru eiginlega bara frábærar hugmyndir. Sjálfur var ég hrifinn af viðbót við Ipod. Hugmynd sem er svona hugmynd sem þegar maður hefur heyrt, finnst manni augljóst að eigi að vera til. Aðrar hugmyndir eins og framlenging á ísstað fundust mér alveg frábærar.
Við höfum þegar rætt um að taka þátt í þessu verkefni að ári. Ég verð að segja að það er eiginlega bara tilhlökkun að sjá hvað krakkarnir koma upp með.
![]() |
Fartölvuvörn, mjólkurtankur og vekjaraklukka í vinnusmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 23:41
Ritskoðun, moggabloggið og wikileaks
Margir bloggarar hafa lent í stóru ritstjórnarlöggunni á Moggabloggins og margir hafa kvartað mikið undan því. Það er eiginlega ótrúlegt að ætla að fá að skrifa hvaða rugl sem er hérna og fá að komast upp með það án ábyrgðar.
Reyndar virðast menn komast upp með það ef menn eru þjóðþekktir rugludallar. Þótt pistill Stormskers sé skemmtilegur aflestrar, get ég ekki séð hvernig er hægt að líða slík sóða skrif um forsetann á sama tíma að loka bloggum einhverja sem eru að hýja í áttina að forsetanum.
Annars er Moggabloggið ekki eina bloggsamfélagið sem hefur verið að "ritskoða" menn. Wordpress kerfið ku reka menn í burtu ef þeir vísa á ólöglegt efni (veit ekki til þess að moggin geri það - það kemur í ljós). Piratebay hefur verið að promotera blogkerfi hinna frjálsu. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju menn sem hafa áhuga á að drulla yfir mann og annan fá sér ekki bara eigið lén og eigin vefhýsingu. Það kostar nokkra dollara á mánuði og bloggkerfið er tilbúið með nokkrum smellum. Það er skemmtilegt að þessir gaurar verja málfrelsið og villja að menn styðji wikileaks. Síða sem fáir Íslendingar höfðu heyr af þegar einhver ákvað að leka þessu á wikileaks.
Meira að segja Google hefur nú verið neyddir til þess að upplýsa um bloggara sem drullaði yfir módel í New York. Þetta á að vera gert með ip-töluni, vonandi fyrir viðkomandi var ekki rétt ip-tala notuð. Hafi rétta IP-talan verið notað er það vonandi lærdómur fyrir þá sem ætla að drulla yfir fræga vini að gera það með því að hylja IP töluna.Annars er Moggabloggið ekki einir um að reka fólk sem er fylgir ekki stefnum.
19.8.2009 | 18:09
Pipl, ég og Bingi
21.2.2009 | 16:56
En restin?
![]() |
Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 14:28
Gott hjá Erlu
![]() |
Erla Ósk ætlar í 5. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 21:20
Gjaldþrota Eurovision
Ég vil bara þakka stjórnendum Eurovision fyrir það að hamra í á því í öðru hverju orði að við séum gjaldþrota. Þetta hefur alveg farið fram hjá mér. Hefði haldið að það væri nóg að fá allar neikvæðu fréttirnar í fréttatímanum, en það væri nú hægt að reyna að hugsa um eitthvað annað og skemmtilegra á meðan maður glápir á skemmtiþátt eins og Eurovision.
Það hlýtur að vera til eitthvað betra þema en gjaldþrot Íslendinga.
Reyndar fær maður er maður alltaf jafngáttaður yfir kynnunum. Af hverju geta þær bara ekki reynt að vera þær sjálfar? Rembingur er sjaldnast fyndinn.
26.1.2009 | 13:46
Eru 3000 dollarar 4 milljónir
Jakkaföt fyrir 5 milljónir seljast eins og heitar lummur
Jakkafataframleiðandinn Brioni er ekki banginn við kreppuna og hefur sett nýja jakkafatalínu á markaðinn þar sem stykkið, án bindis, kostar rúmlega 5 milljónir kr..
Brioni ætlar að veðja á að 1-2% af efnaðasta fólki heims muni ekki spara við sig í fatakaupum í kreppunni. Raunar hefur ætíð verið dýrt að kaupa Brioni-jakkaföt því þau ódýrustu á markaðinum kosta 3.000 dollara eða hátt í 4 milljónir kr..
Nefna má að þrír síðustu leikarar sem leikið hafa James Bond hafa allir komið fram í Brioni-fötum í myndum sínum.
Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir Andrea Perrone talsmanni Brioni að ákvörðun um nýju fatalínuna hafi verið tekið í haust og að tilkoma hennar á markaðinn nú sé fremur óheppileg.
Hinsvegar megi nefna að þegar er búið að selja 30 jakkafatasett af nýju línunni þannig að eitthvað virðist vera til í því að hinir efnuðu hafi enn einfaldan smekk og velji aðeins það besta.
24.1.2009 | 16:24
Bara 200 manns svara
Mér finnast það líka vera fréttir að í þessum flokki séu bara 200 einstaklingar sem hafi haft áhuga á að því að svara þessari könnun.Hvert ætli svarhlutafallið hafi verið?
Hvort ætli það hafi verið skortur á áhuga eða bara að það séu svona fáir í flokknum?
![]() |
Frjálslyndir hafna ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 23:01
Dr. Gunni og athugasemdirnar
18.1.2009 | 20:29