21.1.2007 | 22:06
Skemmtileg umræða í kommentakerfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 22:04
Björn Ingi býður upp á athugasemdir
Það er gott hjá Birni Inga að bjóða upp á athugasemdir. Þetta er nýjung hjá honum. Hvenær skildi Steingrímur Sævarr taka þetta upp?
Mér finnst þetta mjög flott hjá Birni. Menn hafa gott af því að fá á sig gagnrýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 21:35
Siggi Sveins hraunar yfir landsliðið
Ég er svona sannarlega ekki einn af þeim sem gera nokkra von um að Íslendingar munu sigra leikinn á morgun.
Þetta er bara búið.
Nú koma samtökin í blíðu og stríðu sér vel.
Er þetta ekki oftast í stríðu?
Fréttin á Vísi.is.
Vísir, 21. jan. 2007 20:30Lélegasti leikur Íslands í mörg ár
Fyrrum landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson segist vera í hálfgerðu losti eftir leik Íslendinga og Úkraínumanna í dag. Hann segir leik íslenska liðsins þann slakasta sem hann hafi séð í mörg ár og setur spurningamerki við hugarfar leikmanna í dag.
"Maður er bara í sjokki, það er ekkert flóknara, " sagði Sigurður þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég held að þetta sé einn af lélegri leikjum íslenska landsliðsins undanfarin fimm ár og það var bara sorglegt að sjá hvað þeir fóru niður á lágt plan og fundu engin svör við neinu. Ég held ég hafi aldrei séð liðið gera svona mörg tæknimistök og misheppnaðar sendingar og ég er ekki frá því að þau hafi verið 15 til 16 í leiknum.
Það var líka sorglegt að sjá marga af okkar bestu leikmönnum spila bara eins og krakkar og ég veit ekki hvort þeir hafa horft á leik Úkraínu og Frakklands og haldið bara að þetta yrði létt, eða hvað það nú var.
Mér fannst vanta hraða og leikgleði í íslenska liðið og ég er ekki frá því að strákarnir hafi bara ekki trúað að þeir gætu tapað þessum leik. Það var eins og þeir héldu alltaf að þetta færi að snúast við og svo gerði úkraínska liðið allt of mörg mörk fyrir utan þar sem var ekki einu sinni farið almennilega út í þá. Þetta er bara alveg ótrúlegt.
Það er ekkert óvenjulegt að einn, tveir eða þrír leikmenn eigi slæman dag, en mér fannst allt liðið meira og minna vera fjarri sínu besta í dag nema kannski einna helst Alexander Petersson," sagði Sigurður vonsvikinn, en hann á bókaða ferð út til Þýskalands á milliriðlana, en þar er nú frekar ólíklegt að íslenska liðið verði úr því sem komið er.
"Frakkarnir eru með svo breiðan hóp að það skiptir engu máli hvort þeir hvíla aðalliðið eða ekki - þetta eru allt jafn sterkir menn. Við eigum auðvitað möguleika á að vinna þá, en það þarf þá að vera himinn og haf milli spilamennskunnar milli daga ef svo á að vera. Við eigum varla annan eins leik og í dag aftur í bráð," sagði Sigurður Sveinsson.
![]() |
Ólafur Stefánsson: Ég brást liðinu mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 21:24
Háskólalistinn farinn að kommenta
Háskólalistinn er farinn að kommenta hjá mér og ekki bara það heldur eru þeir farnir að kalla mig Tomma, eins og að þeir þekki mig. Nú er nokkuð skrýtið að standa í orðastappi við heilt framboð, sem þar að auki talar eins og það sé minn besti vinur.
Spurning hvort það sé eitthvað svona gælunafn til á Háskólalistanum? Nema að sá sem skrifi gevi sig fram. Hverjum ætli Háskólalistinn treysti nægjanlega vel til að skrifa í nafni framboðsins? Eins og við sáum í fréttum í vikunni geta talsmenn misstigið sig.
Hitt er annað mál að ég held því áfram fram að listinn sé ekki að bjóða fram til Háskólalista vegna fámennis. Ég átti ekki von á því að opinber afsökun þeira væri fámenni. Ég treysti fylkingunum alveg ágætlega til að velja fulltrúa í efstu sætin sem hafa "vit á þeim málefnum sem þar er fjallað um".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 21:08
Mogginn farinn að vísa í Steingrím
Skildu fleiri bloggarar vera á þessum lista, eða eru skúbb Steingríms þau einu sem eru ásættanlega góð til að Mogginn birti þau?
![]() |
Elton John keypti íslensk glerverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 21:02
Kristinn næstur?
Það er óhætt að segja að í dag hafi verið áhugaverður dagur fyrir þá sem rýna í pólitík.
Reyndar hefur verið búist við þessu í nokkurn tíma að Valdimar muni ganga til liðs við Frjálslynda, eftir arfa slakan árangur í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Nú er bara að sjá hvort spáin hans Péturs Gunnarssonar reynist rétt. Ég hef oft heyrt galnari kenningar en að Kristinn fái 1. sætið og að Guðjón Arnar muni flytjast suður.
Þá er bara spurning undir hvaða merkjum þeir munu bjóða fram. Þeir verða fljótir að rigga upp nýtt nafn.
![]() |
Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 20:54
Kemur ekki á óvart
Það hjálpar ekki að enginn maður skuli vera á efstu sætum kjördæmisins.
Það vekur athygli hvað Suðurnesjamönnum gekk almennt illa í prófkjörum flokkanna. Amk. þeim sem hafa haldið prófkjör, hvort sem um er að ræða Sjálfstæðisflokkurinnn, Framsóknarflokkurinn eða Samfylkingin. Hvað ætli valdi þessu?
![]() |
Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 20:48
Týndir blogvinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 19:50
Fámennt hjá H-listanum
Svo virðist sem H-Listinn hafi ekki fundið mannskap til að manna listann sinn til háskólafundar. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem slíkt tekst ekki hjá listanum.
Þar að auki mun Háskólalistinn kynna hugmyndir um gjörbreytt kosningakerfi á næstu dögum sem gengur út á að kosið verði beint í nefndir Stúdentaráðs.
![]() |
Háskólalistinn kynnir framboðslista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2007 | 18:04
Glæsilegur listi

Hérna við hliðina er svona týpísk mynd eins og þær voru þegar ég var í þessu.
Mér finnst þetta flottur listi, meira um það síðar.
![]() |
Framboðslisti Vöku kynntur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)