Það er hægt að tala í þá!

Fyndin tilkynning!  Finnst einhverjum þetta merkilegar fréttir. Þetta er svona næstum því eins og segja að Novator væri að koma með síma sem væri hægt að tala í, senda SMS og svo væri meira að segja hægt að senda myndir.

Ekki það að mér hafi fundist sérstaklega þægilegt að vera í gsm símanum og á msn, en það hefur komið fyrir að það hafi verið þægilegasta leiðin til að ná í einhvern.   Svona eins og að það er ekki beint þægilegt að vafra á netinu með farsímanum mínum og hans litla skjá. 


mbl.is Hægt að spjalla á MSN í farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brillíant

Mér finnst þetta algjör snilldar hugmynd.   Maður verður að skella sér niður í bókaverslun og fjárfesta í þessu. 

Ég reyndar efast um að þeir eigi eftir að verða ríkir af þessu, en mjög framtak hjá þeim félögum. 


mbl.is Í samkeppni við Þorgrím Þráinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm tjara

Það var nokkuð gaman að sjá þegar menn voru að malbika hérna í kvöld og greinilega að undirbúa sig undir nóttina.  Þeir lokuðu snyrtilega einni akrein.

Heima hefðu þeir sjálfsagt verið að þessu í kringum 5 í eftirmiðdaginn og hefðu án þess að tilkynna það sérstaklega lokað heilli götu. 

Það er stundum með ólíkindum hversu lítið verktakar hugsa um umferðina heima.  Sem dæmi var ég á ferðinni í Grafarholti fyrir nokkru þegar lítil grafa stóð út á miðjan akveginn.

Fínt að kaupa lyf í matvöruverslunum

Af hverju ætti það að vera varhugaverðara að selja lyf i matvöruverslunum en lyfjaverslunum?  Aðalatriðið er að þeir sem afgreiði lyfin séu með tilskilin réttindi.

Nú hef ég verið í tæpan háflan mánuð á Flórída, og ég hef einmitt tekið eftir því að í öllum stórmörkuðum eru þessar verslanir.  Það er auglýst að þú verslir á meðan þú bíðir eftir lyfseðlinum. 

Fyrir utan að vera með rekka fyrir framan með þeim lyfjatengdu vörum sem eru ekki lyfsseðilskyld.

Hérna eru líka lyfjaauglýsingar leifðar, ég hef hlustað á þær.  Það er hrein lyst að auglýsa lyf og renna sér svo í gegnum lista af aukaverkunum eins og að þú getir misst hárið, þú eigir von á uppköstum og svo framvegis. Þetta verða þeir að setja í auglýsingarnar og listinn er oft jafn langur og auglýsingin sjálf.  

Ólíkt íslenskum bjórframleiðendum, þá er þessu fylgt til hins ýtrasta. 

 


mbl.is Varhugavert að selja lyf í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley Tómasdóttir II

Í gær benti ég á þessa grein og svo sá ég þetta

Ég vona að Sóley og vinkonur neiti að mæta á Silfur Egils sem lengst.   Það er nokkuð sérstakt að skella sér í svona baráttu, og gera sjálfan sig áhrifalausan í leiðinni.  Það er nú svo að þetta er sá þáttur mest er tekið eftir og um leið ástæðan fyrir þeirm árásum sem hafa verið á þættin frá Sóleyu undanfarið.

Væntanlega fagnar Egill þessu bara.  Það er eiginlega skrýtið að hann eigi að fagna þeim í þáttinn sinn.  Hvenær hefur komið jákvæð skoðun á þættinum frá þeim?  Á ekki Egill bara að ráða því hverjir mæta í þáttinn hans?  

Það er auðvitgað spurning hversu langt svona tölfræði femínismi nær.  Það hljómar eitthvað svo einföld mynd af heiminum.


Auðvitað eru komnir nýjar torrent síður

Það kemur ekkert á óvart að þetta hafi gerst.  Þetta er nákvæmelega eins og ég spáði fyrir og hlegið var að. Ég er nokkuð viss um að þetta sé í nafnleysi núna og hýst á erlendri grundu, þar sem erfitt er að hafa upp á þeim.

Ef einhver lesandi veit hver slóðin er má viðkomandi senda mér póst í tomasha@gmail.com eða skrifa athugasemd. 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley Tómasdóttir

Sumir eiga sjálfsagt eftir að meta að þessi grein á Deiglan.com sé til marks um að árangur af baráttunni. Ég held að þeir séu þó ekki margir.

Nýtt útlit moggans

Ég velti fyrir mér hvort nýir miðlar í fréttamennsku séu ástæða þess að Mogginn hefur nú ákvðiða að breyta útliti vefsins síns.  Ég er búinn að skða þetta nokkuð og er ekki viss um að þetta sé framför. 

Ég er reyndar bara búinn að skoða þetta í smástund og á eftir að venjast. 

Þetta á kannski eftir að jafna sig á næstu dögum, þegar maður venst þessu. 


Ölvunarblogg Össurar

Ef lítið brot af heimsendaspám Össurar væru sannar, væri Ísland með fátækustu ríkjum heims.  Í hópi Suður Amríkuþjóða sem Össur er svo hrifin af. 

Nú kemur enn ein rugl færslan hjá Össuri.  Það merkilega er að nú hlustaði einhver og birti færsluna.  

Össur virðist vera hrifin af þeim vinnubrögðum eins og stöðvuð voru í REI. Það er með ólíkindur að iðnaðararáðherra skuli kasta þessu bulli fram og engin skuli spyrja hann út í þetta.   Spurnining er hverjir voru með REI í gíslingu?   


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Istorrent.org

Sannið til, það munu ekki líða margir dagar þangað til isttorent.org eða eitthvað annað lén mun koma upp. Vefur hýstur erlendis í skjóli nafnleyndar.

Munurinn með torrent.is er hvað hann hefur verið velauglýstur af samtökum rétthafa.  Hinn verður væntanlega eitthvað minni til að byrja með.

Svona hefur þetta alltaf verið.   Á sínum tíma gugnuðu dc.is vegna hótanna og það færðist bara yfir á aðra dc vefi.  Ætli menn til að byrja með athugi ekki dc vefina?  Það er enginn að fara að hætta að sækja efni á vefinn. 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband