25.7.2007 | 10:41
Mótmælunum mótmælt
25.7.2007 | 01:01
Er MacMini málið
Fyrir utan að geta spilað mp3, myndir þá vil ég geta tekið upp dagskránna þegar ég er ekki heima.
Apple-menn er þetta málið? Búðin var amk. sannfærandi.
24.7.2007 | 12:29
Fréttir af lækkun
Ætli það séu svona margir bílar á lager? Er þetta ekki gömul lumma sem við þekkjum frá olíufélögunum.

24.7.2007 | 12:09
Stungið á vindbelg
Mundi stingur á vindbelg, þegar hann svarar Össuri Skarphéðinssyni vegna umræðu um Hitler. Það er ekki síst umræðan í athugasemdakerfinu sem er skemmtileg.
24.7.2007 | 08:49
Á að handstýra fjöldanum
Leggur Páll til að fjöldi apóteka verði handsstýrt? Ég hefði haldið að það vantaði einmitt fleiri apótek, það vatnar einhvern sem er að spila á þetta háa lyfjaverð og lækka það. Þessi apótek eins og lyfja byrjuðu sem lágvöru apótek en hafa þá greinilega farið af leið ef álagning er svona há.
Svo er önnur ástæða fyrir að það vantar nýtt apótek, fann virkilega enginn markaðsþörf hjá sér að vera með apótek sem er opið allan sólarhringinn? Það er merkilegt að ekkert apótek skuli sjá hagnað í því. Fólk sem þarf á lyfjum á nóttinni myndi varla hika við að borga nætur álag.
![]() |
Apótekin of mörg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2007 | 23:30
Nördalaus makkabúð
Ég er að leita mér að tölvubúð Apple í dag. Fannst nokkuð merkilegt að búði var algjörlega nördalaus. Svo nördalaus var hún að ég gat ekki einu sinni fundið þær upplýsingar sem ég leitaði að.
Ég hélt að þegar ég færi í búðina biði mín brunnur þekkingar og nörda eins og flestir þeir sem ég þekki og nota Apple.
Hvað er málið hjá þeim?
23.7.2007 | 11:41
Vista draft
23.7.2007 | 11:19
Fagur er fjörðurinn
Fór í gær að prufa nýja bílinn minn, en ein aðalástæða þess að fjárfest var í jeppling var að geta ferðast meira um landið án þess að hafa áhyggjur af því að eyðileggja bílinn.
Borgarfjörðurinn varð fyrir valinu í gær, en við fórum uxahryggina í gegnum Þingvelli. Það lá leiðin um Borgarfjörðinn og upp í Húsafell.
Þar löbbuðum við upp í gil, þar sem listaverk áttu að vera. Þau fundust reyndar ekki, ég veit ekki hvort rigningarveðrið hafði þessi truflandi áhrif.
21.7.2007 | 23:38
Ég á allt
Í kjölfarið á afmælinu mínu komst ég að því að ég á allt. Ég held að það sé svo sem nokkuð algengt, ég frétti úr öllum áttum hvað það var erfitt að kaupa gjöf handa mér. Merkilegt nokk tókst öllum frábærlega vel. Hvað kaupir maður handa nerði með áhuga á pólitík? Það er ekki eins og maður sé í veiðum, göngum eða í öðru sem maður þarf að kaupa fullt af dóti.
Fólkið má eiga það að það var mjög frjótt í vali á gjöfum, ég hef alltaf sagt það að það sé nóg að gefa mér bjór. Hann slái alltaf í gegn. Ég skildi svo sem fólk ver sem hafði ekki áhuga á að mæta með kippu af bjór í þrítugsafmælið. Hins vegar var örugglega frjóasta hugmyndin 30 tegundir af bjór. Einn af hverri tegund. Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar farið var að bera bjórana inn. Þarna var ég svo sannarlega tekinn á orðinu og á mjög skemmtilegan hátt.
Nú er bara að fara að smakka og prufa allar þessar tegundir! Það er ekki hægt annað en að hlakka til að prufa.
21.7.2007 | 12:46
Góður dagur
Í gær varð ég þrítugur, það var búin að vera nokkuð mikil eftirvænting eftir deginum, mér leið samt eins og daginn áður. Ekkert erfiðara að rísa á fætur og hárin ekkert sýnilega færri en daginn áður.
Ég byrjaði daginn á að kaupa mér bíl, ég hef undanfarið verið að leita mér að nýjum bíl með frekar lélegum árangri. Það kom því skemmtilega á óvart þegar pabbi mæti í fyrradag með bílinn. Hann hafði verið í óskildum erindum á ferð upp í Hondaumboðinu, og sá þennan fína bíl. Það var því ekki aftur snúið og hann keyptur. Aldrei þessu vant þá leið mér ágætlega með þessi bílakaup, flottur bíll og ekki of dýr.
Í gærkvöldi var svo matarveisla heima hjá foreldrum mínum, ég hafði ákveðið fyrir löngu að halda ekki stóra veislu. Ég gætti þess svo að láta ekki vita hvar ég ætlaði að vera um kvöldið, en upp komst um þetta og góðir vinur mættu með mjög góða gjöf. Mér krossbrá þegar ég sá þau, og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Mér þótti ákaflega vænt um þetta, og gaman að eiga svona vini sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að gleðja mann.
Fyrir utan þetta var dagurinn í gær símadagur, ég fékk ótrúlega mörg skemmtileg símtöl frá vinum sem vildu óska mér til hamingju. Það er auðvitað á svona dögum sem maður sér hvað maður á marga góða vini.
Í dag verður svo áframhald en ég ætla að halda smá grill heima hjá mér fyrir tengdafjölskylduna mína.