22.8.2007 | 13:34
Heitar umræður
Þetta er ótrúlega sniðug viðbót! Nú er hægt að sjá á forsíðu moggans blogg þar sem flestar athugasemdir hafa verið skrifaðar. Væntanlega gildir þetta um færslur sem eru ákveðið gamlar. Nú getur maðru einmitt fylgst með þar sem eitthvað er í gangi.
Ég er nokkuð viss um á að húmorista á við félaga Bol, eigi eftir að nýta sér þetta óspart og skrifa 50 sinnum í eigið bloggkerfi, "Ég er vinsæl", bara til að komast inn á þennan lista.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 13:26
Hefðbundnir stuðmenn!
Það segir nú nokkuð um þessa tónleika hjá KB banka að Mosfellsbær þurfi að senda frá sér tilkynningu að þeir ætli að spila góða lög og það verði í hefðbundnum búningi.
Einn varðana sem starfaði á þessum tönleikum þakkaði þeim víst í einhverju blaðinu, þetta hafi verið nokkuð gott bara. Fólk hafi týnst út eitt og eitt eftir því sem leið á stuðmanna tónleikana.
![]() |
Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 13:17
Vonandi gangi betur en vísir.is
Þegar ég las þetta rifjaðist það upp fyrir mér þegar þær á femín ætluðu að takayfir vísir.is á sínum tíma. Mér þótti það eihver klikkaðast hugmynd sem ég hafði heyrt. Það endaði eftir nokkra mánuði og undið var upp af þessu öllu með klikkuðum kostnaði fyrir femin konur. Síðan hefur maður eiginlega ekkert heyrt af þeim.
Þetta er samt eitthvað svo sáraeinföld hugmynd, það er ótrúlegt ef það er ekki ótrúlega krökkt af vefjum sem eru að bjóða sambærilega þjónustu. Það er líka örugglega eitthvað allt annað sem breksar konur eru að leita eftir en þær íslensku.
Maður vonar nú samt að þetta gangi hjá þeim.
![]() |
Femín færir út kvíarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 12:30
Strætó bs enn í vandræðum
Spurningin er hvort þetta hafi nokkuð verið notað? Áður en strætó lagði í gerð nýrrar heimasíðu hafa þeir væntanlega farið ítarlega yfir notkun. Það ætti því að vera létt verk að svara fyrir þetta og útskýra hvernig á þessu stendur.
Maður skilur hins vegar ekki hver ástæðan er yfir höfuð að strætó sé að búa til nýja heimasíðu. Var sú gamla ekki bara fín?
22.8.2007 | 10:17
Afhverju ekki 100%
Spurning er frekar hvað þurfa samtök eins og öryrkabandalagið að gera til að fá ekki 90%. Þetta eru samtök sem eru að berjast fyrir góðum málstað.
Hitt er hver er þörfin á því fyrir svona samtök að vita þetta. Það kostar töluverða peninga að láta gallup spyrja svona spurninga. Það liggur nokkuð fyrir að samtökin njóta mikils velvilja hjá þjóðinni.Er vikirlega þörf á að gera svona könnun?
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 08:42
Get nú skrifað á blogg annars manns!
Í gær gerðist það merkilega að það birtist flipi hjá mér, sem heitir önnur blogg. Ég kíkti á þetta, og sá að þar var blogg sem ég kannaðist bara ekkert við. Ég ákvað að prufa að skrifa og úr varð þetta:
http://res.blog.is/blog/res/entry/292134/
Ekki áhugamaður um veiðar, tónlist fótbolta. Kannski þetta ofl. eigi við um mig, en ég skil enn ekkert í því hvernig þetta gerðist. Ég veit ekki einu sinni hver þessi res er og hvernig hægt er að bjóða mér að skrifa inn á önnur blog án þess að ég þurfi að samþykkja það eða bregðast eitthvað við.
Ég kannski skrifa einhverjar fleiri færslur þarna inn. Það er hægt að skrifa um ágæti flokksins míns eða hvað JCI eru skemmtileg samtök.
22.8.2007 | 08:33
Slæmt PR
púff.
Þetta er rosalega slæmt PR, ég veit ekki hversu margir styðja þetta. Ég hef amk. ekki hitt einn einasta.
Hvaða róna er ekki sama þótt bjórinn sé ekki kaldur? Volgur bjór er væntanlega betri en ódýr rakspýri á hvaða degi sem er.
![]() |
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2007 | 13:28
DHL hefur leiðrétt þetta
Rétt í þessu var haft samband við mig frá DHL, þar sem málið var leiðrétt en þeir höfðu lesið færsluna mína. Það er sem sagt búið að fella niður skuldina mína án þess að ég þurfi að hafa meira fyrir þessu. Ég fékk líka afsökunarbeiðni vegna fyrra málsins.
Ég á reyndar ekki enn DHL bolla, bol eða penna. En afsökunarbeiðni og leiðrétting á skuldfærslunni var meira en nóg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2007 | 11:20
DHL sendi málið í innheimtu
Um daginn skrifaði ég um samskipti mín við DHL, og hvernig DHL tókst ekki að senda mér bækur fyrr en eftir 5 mánuði, þeir lugu því svo til að hafa send mér fullt af áminningarmiðum, gátu ekki beðist afsökunar. Nú ganga þeir svo skrefinu lengra og hafa send mér lögfræðihótun til þess að rukka inn þessa skuld.
Ég trúi ekki á tilviljanir en þessi lögfræðihótun frá Intrum var send daginn eftir að ég skrifaði um þetta, og 5 mánuðum eftir að pakkinn barst. Það er greinilegt að þetta hefur farið í taugarnar á einhverjum, því nú virðist það vera mitt mál að sanna að ég hafi greitt fyrir pakkans. Þetta á því eftir að kosta mig auka vesen og símtöl. Ef ekki eitthvað meira.
Þetta er það sem ég fæ, þegar ég hefði átt von á því að fá afsökunarbeiðni frá þessu fyrirtæki en fæ í staðin lögfræðihótun. Það er greinilega eitthvað mikið að í skipulaginu hjá þeim.
Í heimsókn minni um daginn var mér sagt að þeir hefðu greitt fyrir mig þær 3029 krónur sem ég var rukkaður fyrir, þeir gætu ekkert gert fyrir mig. Þeir væru jú bara að greiða fyrir mig opinbergjöld. Í ljós kemur að það var ekki allskostar rétt því þeir rukka mig um 980 króna útskriftargjald, þetta er gert þrátt fyrir að ég hafi greitt úti fyrir allan kostnað. Nú er ég beðinn um að greiða þeim meira en 5 þúsund.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 21:57
Megleiðbeiningar með megaviku
- Röðin að sækja - Þetta er klárlega lengsta röðin, og nær oft úr.
- Röðin að panta - gestir Dominos hafa gert með sér þögla sátt um að fólk sem er að panta fái að fara á undan þeim sem eru að sækja. Margir nýliðar eru hálf ruglaðir í þessari reglu
- Uppkallsröðin - hérna ruglast fólk oft virkilega en þetta er fólkið sem hangir víðsvegar um sjoppuna, án þess virðast vera í nokkurri röð. Þetta fólk er að bíða eftir að heyra nafn sitt, en Pizzan var þá ekki tilbúin þegar það hafði staðið í panta-röðin, pizzan var vitlaust bökuð eða það fór í panta röðina
Margir misskilja alveg kerfið og halda t.d. vegna þess að þeir hafi pantað á undan geti þeir bara vaðið inn og sótt sína pizzu. Þetta er auðvitað stór misskilningur, ætli hann sé ekki síst til kominn vegna SMS skilaboðana sem Dominos sendir. Þar segja þeir fólki hvenær pizzan er tilbúin. Þegar fólk mætir á þeim tíma í sækja röðina, þá er 20 mínútna bið og pizzan orðin köld. Málið er að sirka hvenær SMS-ið kemur og vera mættur í röðina þegar það kemur. Þannig hámarka menn líkurnar á að pizzan sé heit þegar hún er afhent.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)