Tekur eldri eigendur í nefið

Það er nokkuð magnað að lesa þetta eftir að hafa lesið orð Pálma. Ég veit reyndar ekki hvernig eða hvar þeir hafa verið að ráðast á Pálma eins og hann segir, en hitt er annað mál að þetta er örugglega rétt hjá Pálma, enda man maður hvað var gert þarna í kjölfarið á að hann keypti það.

Hitt er auðvitað annað mál, að stundum læddist að manni sá grunur um að samstarf á milli Iceland Air og Iceland Express hafi aukist við þetta, amk. voru verðin oft alveg nákvæmlega þau sömu og oft nokkuð dýrari hjá Iceland Express heldur en hjá Icelandair.

Íslendingar munu væntnalega seint njóta sömu kjara og þegar gömlu eigendurnir voru að reka félagið, eins og Pálmi bendir á var það þá kannski rúsnesk rúlletta, og spurning hvenær maður endaði án flugfars. Ég nýtti mér oft á þessum tíma ódýrar ferðir sem voru í boði nánast bara fyrir svokallaða flugvallarskatta.
mbl.is Voru í forstjóraleik og án allrar reynslu í flugrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar vangaveltur Staksteina

Staksteinar velta því fyrir sér í dag hvort það séu samningaviðræður í gangi bakvið tjöldin um sameiningu Glitnis við Landsbankanna eða KB. Ætli það sé eitthvað til í þessu?

Talandi um staksteina, þá virðast þeir vægast sagt lítið lesnir hérna á blogginu, með um 600 lesningar í það heila á heilli viku. Ætli það sé einhver að hafa handvirkt fyrir því að setja þetta þarna inn? Það vinna sem borgar sig varla.

Auglýst eftir afstöðu

Þeir hefðu kannski getað auglýst eftir afstöðu flokksins í Hafnarfriði. Miðað við við viðbrögð bæjarbúa í dag, verur fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum flokksins eftir þetta. Varla ætla þeir að gera ekki neitt, eftir að vera búnir að bíða svona lengi með þessar kosningar. Það er ótrúlegt að vera búnir að láta Alcan leggja í allan þennan kostnað, gera alla þessa samninga og fá öll tilskilin leyfi. Svo rétt áður en framkvæmdir hefjast, þá að skella á þessum kosningum.
mbl.is Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp 10 felumyndirnar

Björn Þór birtir á heimasíðunni sinni topp 10 felumyndirnar. Mér finnast þetta nokkuð sniðugt hjá Birni.

Ég fatta reyndar ekki felumyndina hans

Infusoria aftur sigurvegarar?

Heyrði í sigurvegara músíktilrauna, og fannst ég fara aftur til ca. 1990, þegar hljómsveitin infusoria vann. Þeir ákváðu að skipta um nafn fljótlega og kalla sig Soroicide, sem þeir eru vanalega þekktir undir.

Slapt gabb á mogganum

Þetta er óvenju slappt gabb hjá Mogagnum í ár. Stöð 2 átti betra, það eru sjálfsagt einhverjir sem eru núna á leiðinni á vísi og skoða hvað þurfi til að skrá sig á vísi.is í varaliðið. Svo er ég örugglega ekki á leiðinni niður í Rúv að kaupa mér ódýr húsgögn frá RÚV ohf.
mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pyrrhosarsigur í Hafnarfirði?

Borgar Þór Einarsson, skrifar áhugaverðan pistil í Dag á Deigluna, með fyrirsögninni: Pyrrhosarsigur í Hafnarfirði?.

Þar segir hann:

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir á heimasíðu sinni um úrslitin í Hafnarfirði að þáttaskil hafi orðið í langvarandi deilum um virkjanastefnu og efnahagsstefnu á Íslandi. Hann og aðrir stöðvunarsinnar ætla greinilega að falla í þá gryfju að túlka niðurstöðuna í Hafnarfirði sem sigur fyrir sinn málstað.

Nú munu augu manna væntanlega beinast að uppbyggingu stóriðju norður á Bakka við Húsavík og suður í Helguvík í umdæmi Reykjanesbæjar. Á báðum þessum stöðum, einkum Húsavík, er atvinnuástandið mun síðra en í Hafnarfirði og á báðum stöðum stendur til að reisa álver nokkuð fjarri íbúðarsvæðum. Ef íbúarnir á þessum stöðum lýsa yfir vilja sínum til þess að álver verði reist þar, væri það þá til marks um íslenska þjóðin sé fylgjandi stórfelldri álvæðingu? Með röksemdarfærslu Ögmundar, og þeirra sem túlka úrslitin í Hafnarfirði með álíka hætti og hann, yrði svarið afdráttarlaust já

Það er nokkuð mikið til í þessu miðað við þá umræðu sem nú fer fram um næstu skref álvinnslu.

Frjálslyndir leggja línurnar

Hafi það farið fram hjá einhverjum, þá liggur alveg ljóst fyrir eftir auglýsingar helgarinnar hvaða stefnu Frjálslyndir ætla að taka. Það á númer 1,2 og 3 að ala á ótta vegna útlendinga.

Fullan kraft í Húsavík og Helguvík

Þetta þýðir að nú verður settur fullur kraftur í Helguvík og Húsavík. Hafnfirðingar hafa ekki náð að losa okkur við CO2, mengun en nú eins og allir vita eru þessir tveir staðir að undirbúa álver. Álverið í Hafnarfirði hefði tafið þessar framkvæmdir og því er þetta sjálfsagt léttir fyrir þá aðila.
mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg lok Hans Petersen

Saga Hans Petersen hefur verið mjög sorgleg undanfarin ár, þar sem fyrirtækið hefur skipt um hendur eigenda. Nú heitir þetta ekki einu sinni Hans Petersen, lengur heldur HP Farsímalagerinn. Frekar sorglegt að þetta ágæta fyrirtæki skuli vera selt til að koma netfarsímafyrirtæki upp söluneti.

Þetta lýsir nokkuð vel hver staðan hefur verið á myndamarkaðnum undanfarin ár. Þessi fyrirtæki hafa bara ekki náð að fylgja þróuninni eftir, þar sem þau sátu um framköllun landsmanna og gátu rukkað ótrúlega háar upphæðir fyrir framköllun. Í dag, er framkallað minna af myndum og á lægra útsöluverð.
mbl.is Farsímalagerinn og Hans Petersen saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband