Vodka.com fyrir 3 milljónir dala

Í dag seldist lénið vodka.com fyrir litlar 3 milljónir dala, það var lénasölu fyrirtækið þýska SEDO.com sem sá um söluna.

Það var rúsneskur Vodkaframleiðandi sem keypti lénið, en þeir ætla sér stórahluti á Bandaríkjamarkaði.

Þessi lénabuisness hefur verið alveg ótrúlegur, ótrúlegt hvað menn hafa verið tilbúnir að greiða fyrir lén, en í fyrra þegar eu lénin fóru á markað átti að gera allt sem hægt var til þess að koma í veg fyrir að braskað væri með þau lén en svo fór sem fór, margir greiddu formúgu fyrir þessi lén.

Öll sniðug .com lén eru auðvitað fyrir löngu komin í hendur bröskurum og nánast vonlaust að finna góð lén á lausu.  Hins vegar er auðvitað hægt að kaupa af fyrirtækjum eins og sedo góð lén oft fyrir lítinn pening. 

Íslendingar hafa fengið smá nasasjón af þessu, einhver ætlaði að græða vel á að skrá lén eins og sedlabanki.com.  Kannast ekki við að þessir graurar hafi grætt krónu, en hins vegar þurft að greiða helling í hýsing á þessum lénum og skráningu. 


Ekki gleyma jólunum!

Stundum er talað um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Þetta máltæki á líklega sjaldan eins vel við og í aðdraganda jólanna.

Hvað myndi ég gera ef ég væri einræðisherra?

Það getur haft kosti í för með sér að vera einræðisherra. Þann helstan að maður sjálfur er einræðisherrann og aðrir ekki. Spurning dagsins í þessu helgarnesti föstudagsins er hvað væri það fyrsta sem maður myndi gera ef maður væri einræðisherra?

2 + 1 = Rétta leiðin!

Ályktun Vegagerðarinnar í málefnum Suðurlandsvegar er sú rétta í málinu. Mun skynsamlegra og betra er að halda áfram með breikkun vegarins eftir hönnunarviðmiðum 2+1 vegar með víxlverkandi framúrakstursakrein og aðskilnaði með vegriði. Það er hin ...

Seljum Landsvirkjun, en höldum landinu

Eftir kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er einkavæðing stærsta raforkuframleiðanda Íslands á allra vörum. Verðmæti Landsvirkjunar felst ekki einungis í rekstri virkjana og raforkumannvirkja um land allt, heldur líka í góðu aðge...

Ábyrgðarleysi

Á kosningavetri (aðeins meir en öðrum vetrum) er gríðarlega vinsælt að kalla eftir því að ríkið geri hitt og þetta. Oft væri hins vegar nær að spyrja „hvað get ég gert?“ frekar en að biðja alltaf ríkið um að kippa hlutunum í liðinn.

Vegna ferðaþjónustunnar?

Settar hafa verið fram heimsendaspár um ferðaþjónustu á Íslandi vegna afstöðu og aðgerða í auðlinda- og umhverfismálum. En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af og eiga erlendir ferðamenn að vera útgangspunktur í umræðunni um þessi mál?

Hvað er nýtt við nýja fjölmiðlafrumvarpið?

Miðað við það uppþot sem varð í þjóðfélaginu fyrir rúmum tveimur árum vegna fjölmiðlamálsins svokallaða, gæti maður haldið að hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar myndi vekja mikla athygli. En það hefur hins vegar varla verið í umræðunni....

Öruggar umferðaræðar

Eftir enn eitt sorglegt banaslysið í umferðinni um helgina er ekki nokkur maður sem mælir þess mót að ráðast þurfi í stórátak til að aðskilja aksturstefnur úr ólíkum áttum á helstu umferðaræðum landsins. Hvort sem um verður að ræða aðskilnað með v...

Hjúskaparstaða og hormónar

Það er ekki nóg með að hjúskaparstaða fólks sé eilíf uppspretta vangaveltna um lífið og tilveruna, lán og ólán og þar fram eftir götunum. Hjúskaparstaða fólks virðist nefnilega líka hafa bein áhrif á möguleika þess til að fjölga sér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband