18.12.2006 | 12:48
Að byrja og hætta að blogga
Mundi bendir á að ég hef byrjað og hætt að blogga nokkuð oft (væntanlega ca. jafn oft).
Það er rétt hjá Munda, maður hefur verið misstemdur í blogginu. Hins vegar hef ég alltaf hætt vegna tæknilegravandamála, ég hef svo nennt eftir dúk og disk að laga þetta. Ég treysti því að blog.is menn sjái til þess að tæknilegu vandamálin hætti.
Ég lofa hins vegar engu um þrekið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 12:27
Ekkert samband við 69.is
Ekki það að ég sé sérstaklega með 69.is á heilanum, þá verður að viðurkennast að vefurinn virðist vera heldur óstapíll þessa dagana.
Þeir hljóta að velta fyrir sér að skipta um hýsingaraðila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2006 | 12:16
Framlög til LÍN hækkuð
Maður hefur lítið fylgst með málefnum LÍN en ég tók hins vegar eftir því í seinustu viku þegar rætt var um að lækka ætti framlag til LÍN. Vissulega kom það á óvart en yfirleitt hafa kosningaárin verið námsmönnum góð.
Það helsta sem kom til greina varðandi þessar breytingar hjá LÍN, var því að þetta væri einhverskonar milli leikur.
Nú hefur hins vegar komið á daginn að svo var ekki.
Það verður amk. fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum nemenda við þessari grein hjá Gunnari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 11:31
Indverskur íþróttamaður féll á kynjaprófi
Íþróttaheimurinn er alltaf að vera flóknari.
Ætli Hjalti Úrsus hafi verið tekin í kynjapróf?
![]() |
Indverskur íþróttamaður féll á kynjaprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 11:03
Athugasemdir
Ákvað að virkja athugasemdir á blogginu mínu, hef oft skipt um skoðanir varðandi það hvort athugasemdir séu æskilegar eða ekki.
Helstu kostir þess eru auðvitað að fá feedback frá lesendum.
Hitt sem vill oft verða með athugasemdir eru leiðindi sem þeim fylgja og skætingur.
Ég ætla amk. að gera tilraun með að hafa þetta opið hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 09:33
Bloggvinir
Fékk fyrsta bloggvin í gær, það var StebbiFr. Mér er heiður að hafa Stebbi hafi orðið minn fyrsti blogg vinur. Ég þekki Stebba í gegnum starfið í Sjálfstæðisflokknum en við höfum nokkrum sinnum hist á þingum og í öðru starfi. Svo hef ég eins og svo margir lesið bloggið hans.
Ég hafði ekki hugsað mér að fara mikið um í leit að blogvinum, en hafi menn áhuga á að gerast blogvinir tek ég mönnum fagnandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 09:19
Kompásþátturinn um Byrgið
Horfði á þáttinn um Byrgði í gær og var alveg agndofa yfir því sem þar var borið á borð. Fannst þó eftir að hafa horft á þáttinn töluvert vanta upp á þetta, en eftir situr að þarna hlýtur að vera maðkur í mysuni.
Hvað sem menn segja um að Guðmundur megi gera það í sínu svefnherbergi sem honum henta, þá getur hann ekki gert það á launum hjá ríkinu og nýta sér skjólstæðinga sína til þess og það traust sem hann vinnur sér inn á meðan hann "læknar fólk".
Ætli viðkomandi hafi líka stolið símanum hans og tekið myndir af honum á sprellanum. Nema að hann vilji meina að þetta hafi verið falsað.
Hann féll líka í sömu gildru og barnaperranir í vor á NFS, þegar hann sagðist þurfa að kanna sér ýmis málefni. Í NFS þættinum í vor var einmitt tekið fram að þetta væri algengasta afsökun sem menn nýttu sér að þeir væru að kynna sér þessi málefni.
Eftir að hafa skoðað nokkur blog um málið er greinilegt að menn eru með mjög misjanfnar skoðnair á þessu. Þetta mál er því bara rétt að byrja.
Það alvarlega í þessu er hvað verður um byrgið og þá skjólstæðinga sem þar eru. Það er óumdeilt að Byrgðið hefur gert mjög góða hluti. Spurning hver framtíð birgisins verður.
![]() |
Endurskoðun á rekstri Byrgisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 00:03
69.is aftur í loftið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 22:16
Vandræði hjá 69.is
Það eru greinilega vandræði í gangi hjá 69.is, en vefurinn hefur verið einn af stóru íslensku linkavefunum. Nú virðist eingöngu birtast stjórnborðið hjá þeim og spurning hvort þeir félagar hafi tapað öllum gögnum vefsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 21:05
Ekkert framboð aldraðra
Það kemur ekki á óvart að ekki hafi náðst neitt samkomulag um framboð eldri borgara, þetta framboð er búið að vera lengi í undirbúningi en staðreyndin er sú að eldra fólk hefur það misgott og þrátt fyrir að sumir hafi það skítt hefur ýmislegt verið gert fyrir þennan hóp. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að finna ein hóp málsvara.
Á Deiglunni birtist ágætis grein þar sem bent væri á að mun eðlilgegra væri að ung fólk myndi taka sig saman um að stofan flokk og gera þessu fólki betur í haginn til þess að kaupa íbúðir án þess að fara á hausinn.
![]() |
Ekki samkomulag um stofnun stjórnmálaflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)