9.1.2007 | 22:50
Nýir blogglflokkar
- Fjármál
- Fjölmiðlar
9.1.2007 | 22:17
Að svíða í sálina þegar Hreiðar þénar meira en Heiðar
Þá er umræðan komin á fullt eins og ég spáði um Duran Duran, það tók bara lengri tíma en ég átti von á. Öll viðbrögð hafa verið eins og ég spáði.
Sumir keppast við að hneykslast vegna þess, sama fólk og við var að búast. Fólk sem hefur áður verið með yfirlýsingar um þetta ríka fólk. Þetta kom samt aðeins seinna en ég átti von.
Auðvitað hneykslast menn, þessir menn eru að græða alveg ofboðslega peningar í umferð. Auðvitað fáum við að heyra sögur um okrið á okkur Íslendingum, eins og bankar séu hér í biðröðum að bíða eftir að lána okkur peninga fyrir ekki neitt.
Ég bendi á pistil á Deiglunni, sem heitir:
Að svíða í sálina þegar Hreiðar þénar meira en HeiðarBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 21:46
Björn Ingi baunar á Kristján
Björn Ingi Hrafnsson birtir eftirfarandi setningu eftir Kristján Júlíusson:
Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki."
Björn Ingi notar kannski tækifærið fyrst hann er byrjaður að velta þessu hlutum fyrir sér og segir frá sinni pólitísku sannfæringu. Sagan segir að hann hafi verið óflokksbundinn ungur drengur sem vann sem þingfréttaritari á Mogganum þegar Halldór sá efni í þessum unga manni. Ég man ekki hvenær það var en Björn var líka að vinna sjálfstætt við að gefa út bækur.
Maður veltir fyrir sér hvort einhverjar álíka setningar hafi flogið úr munni Björns Inga, ungum kraftmiklum blaðamanni með metnað til að standa sig í eigin rekstri? Það var kannski ekki neinn með hlóðnemann á eftir honum þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 21:05
Auðvitað þeir bestu
Það vakti athygli mína þegar ég var að lesa viðtalið við Magna að hann tekur sérstaklega fram að Súpernóva séu auðvitað bestu hljóðfæra leikarar sem hann hefur unnið með eða eins og stendur í fréttinn:
Þetta eru auðvitað bestu hljóðfæraleikarar sem ég hef unnið með þannig að þótt ég geti bara fengið að standa við hliðina á þeim og spila þá er mér alveg sama," segir Magni, sem er ekkert á þeim buxunum að slá í gegn í Bandaríkjunum.
![]() |
Magni býr sig undir langt tónleikaferðalag um Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2007 | 19:58
Snilldar sími
Það kemur lítið að óvart að Apple ætli sér á farsímamarkaðinn, hvað sem sagt verur um Mac tölvur, þá hafa þeir leitt þróun á flottum tölvum. Svo koma þeir fram með Ipod og fleiri vörum.
Þeir hafa gott orðspor af vörum sínum, die hard aðdáendur. Svona áður en nokkrar aðrar upplýsngar koma fram myndi maður búast við hvítan síma með stórum flottum skjá.
Það sem maður sér er að það á að gera þennan síma nær ferðatölvu, hvað sem það þýðir. Ég get ekki séð að þetta tæki sé ekki nú þegar til hjá þeim sem hafa verið að bjóða þetta. Bæði stór skjár snertiskjár, tenging inn á netið.
Það er spurning hvort þetta sé ekki eins og þegar Apple ákveður að fara á Ipod markaðinn, þeir voru ekki fyrstir og voru ekki með neitt nýtt. Hins vegar setja þeir markaðssetninguna í gang og ná til fjöldans.
![]() |
Apple ætlar á farsímamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2007 | 08:28
Gettu Betur og bloggið
Það verður gaman að fylgjast með Sigmari og blogginu hans nú þegar Gettu betur er farið af stað. Fyrir ekki mörgum árum var það Stefán Pálsson, and-moggabloggari. Þá voru oft ótrúlega fjörugar umræður, þar sem menn voru tilbúnir að ræða spurningarnar, svörin og ekki síður niðurstöður dómarans.
Nú þegar Sigmar er einn vinsælasti bloggari landins, má búast við að ýmsir muni hafa skoðanir á frammistöðu hans og vilja lýsa henni í athugasemdakerfinu hans.
Ég hlustaði aðeins á Gettu betur í gær, og hafði ekki mikla skoðun á því hvernig Simmi stóð sig. Það mun koma, býði spennt :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 07:56
Ekki lengur köngulær
Það er af sem áður var þegar menn gátu átt von á því að fá eina og eina könguló úr banakössunum, nú eru það bara eiturlyf.
Ef einhver er ekki núna komin í frekar mikla klemmu þarna úti, eftir að hafa týnt þessu. Hérna er verið að lúskra á einhverjum ræflum sem hafa tapað nokkrum grömmum, hvða þá 50 kg, að verðmæti 360 milljónir.
Hvernig ætli þetta hafi gerst?
![]() |
Kókaín í bananakössum í matvöruverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 07:48
Voru allir með myndavél?
Það er alveg ljóst að verulegir ágallar voru á aftökunni af Sadam og spurning hvort í raun hafi verið selt inn á þetta.
![]() |
Nýtt myndband af líki Saddams birt á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 00:03
Viðkvæm nekt
Ég held að þeim veiti ekkert af þessu, þeir róast kannski aðeins í þessu.
Nektarpartý í bandarískum háskólum
Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.Nemendur í Yale háskólanum í Bandaríkjunum eru farnir að halda allt að 6-8 slíkar veislur á hverju skólaári. Aðeins útvaldir fá að mæta og hermt er að önnur dóttir George W. Bush Bandaríkjaforseta, Barbara, hafi mætt í eitt slíkt teiti árið 2002.
Alkóhól er haft við hönd og allir eru naktir en þrátt fyrir það segja þátttakendur að fólk verði svo meðvitað um útlit sitt að það einbeiti sér meira að samræðum og því verði samtöl oft mun gáfulegri en þegar fólk er fullklætt. Snertingar eru ekki liðnar nema með fengnu samþykki beggja aðila.
Skólayfirvöld koma ekki í veg fyrir þessi nektarpartý en þau hvetja ekki til þeirra heldur. Árið 2002 kom upp eitt mál þar sem karlmaður var kærður fyrir kynferðislega áreitni eftir nektarpartý.
Skoska dagblaðið The Scotsman skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 23:22
Forseti JCI Esju
Ég bið lesendur bloggsins míns afsökunar á smá stríðni fyrr í kvöld en það er ekki oft sem maður verður forseti.
Ég varð sem sagt forseti JCI Esju í kvöld á aðalfundi félagsins. JCI Esja er eitt af aðildarfélögum JCI Íslands, og er með starfssetur í Grafarvoginu, þótt félagar séu af öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um JCI segir á heimasíðu félagsins:
Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.
Þetta voru tímamót fyrir mig og félagið, en JCI Esja tók til starfa fyrir ári síðan þegar það flutti af Nesinu og upp í Grafarvoginn. Ég byrjaði líka í þessum samtökum þá og sé síður en svo eftir því.
Ég hef lengi tekið þátt í ýmsu pólitísku starfi, þar hefur maður lært ýmislegt um pólitísk störf. Í JCI hef ég lært ýmislegt sem mig vantaði upp á svo sem ræðumennsku og fundarstjórn svo eitthvað sé nefnt.
Ég mun væntanlega skrifa eitthvað meira um starf mitt í JCI í framhaldi þar sem maður er orðinn forseti.
Sem fyrsta prómó nefni ég ræðunámskeið sem byrjar 22. janúar á vegum JCI Esju. Ferkari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html
Hérna fyrir neðan er mynd af stjórninni: Hannes, Ég, Arna og Siggi.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)