Bloggar í ritarann

Alltaf gaman þegar bloggurum gengur vel, en ég sé að femíniski bloggarinn Sóley Tómasdóttir er orðin ritari flokksins.

Til hamingju Sóley, þú ert væntanlega einu skrefi nær að bjarga heiminum :)
mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir staðlar

Sé þetta raunin hljóta aðilar að færa sig yfir í nýja staðal, til dæmis Ogg sem er að mörguleiti betri staðall. Það er alveg út í hött að fyrirtæki séu að greiða fyrir þetta.
mbl.is Einkaleyfisdeila gæti haft víðtæk áhrif á fyrirtæki sem nýta sér MP3-tæknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískynjungsháttur

Nú eru þeir að íhuga að hætta sýningu á "ljósbláum" myndum.  Skemmtilegt orðalag!  Þeir eru ekki að bjóða upp á klám heldur "ljósblátt". 

Svo afsaka þeir sig með eftirfarandi orðum:

"Þessar kvikmyndir séu frá viðurkenndum söluaðilum og framleiddar með löglegum hætti."

Ha! Hvað eru þeir að meina, er ekki klám bannað á Íslandi?  Þessir aðilar sem þeir hentu út fyrr í dag, framleiða einmitt "löglegt klám". Hvernig verða menn svo viðurkenndir söluaðilar á klámi?

Þetta er auðvitað tvískynjungsháttur af verstu sort.


mbl.is Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átak hjá vindlinga framleiðendum?

Camel.is er eitt nýjast íslenska lénið. Það er Japan Tobacco sem skráði lénið.

Ætli við eigum von á auglýsingum í gegnum netið?

Eðlilegt

Það er auðvitað ekkert nema eðlilegt að þetta fólk leiti réttar síns, hótelið vissi alveg hvað var að fara um að vera þegar þeir bóka þetta. Hótelið er samt sjálfsagt með einhvern disclaimer þar sem segir að þeir geti hent þér út ef þeir vilja og þegar þeir vilja.
mbl.is Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur til bjargar

Það voru þá bændur sem björguðu deginu, femínistum á væntanlega eftir að finnast mjólkin góð á næstunni.

Við þessu er svo sem ekkert að segja, eigendum hótelsins er frjáls að úthýsa þessum mönnum eins og öðrum gestum.

Það er þó eftirsjá eftir 150 gestum, sem voru hver og einn tilbúinir að greiða um 100 þúsund krónur í skráninguna, fyrir utan annað sem þeir hefðu eytt hér á landi.

Þó svo að nú sé fagnað víða, veit ég svo sem ekki hverju er verið að fagna. Er verið að fagna því að þetta fólk ætlaði að koma hingað og skemmta sér? Er verið að fagna minna klámi? Er verið að fagna því að þetta fólk fái ekki að skemmta sér?

Það er svo sannarlega ekkert minna klám Íslandi, áfram er hægt að nálgast það á næstu bensínstöð eða fara á súlustaði.

Miðað við umræðu undanfarinna daga er ljóst að maður tekur með efa upplýsingar um þessi málefni. Það hafa verið ótrúlegir öfgar í gangi um tilganginn og hvað þetta fólk sé að gera.
mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný auglýsing fyrir Dominos

Jónas Þór bendir á auglýsingu sem gæti vel átt heima með Dominosauglýsingunum.

Hugmynd?

Ekki í liði með foreldrunum

Það er greinilegt að Timberlake er ekki í liði með foreldrunum, en eins og greint var frá fyrir skemmstu þá leituðu foreldrar Britneyar til hans um að ná control á henni.

Það skildi svo ekki vera að þetta sé allt hluti af PR leik. Justin og Britney bara í kósýheitum að skálda í eyðurnar og dæla í fjölmiðla.

Þetta er allavegna orðin veruleg sápa.
mbl.is Timberlake hrifinn af snoðklippingu Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í áskrift!

Það vekur athygli að DV eigi ekki að vera hægt að fá í áskrift, maður veltir fyrir sér hvernig það eigi eftir að ganga. Ég spái því ekki mjög löngu lífið á því formi, ég held að þetta verði bara of dýrt.

Ég vona að þeir ákveði ekki að fara í gamla farið, það á auðvitað eftir að koma í ljós. Við vitum að sorpið selur.
mbl.is DV dagblað að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum

Ég var að lesa Vefrit fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að samkvæmt NOSOSKO, eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Ísland af Norðurlöndunum.

Undanfarið hefur formaður Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðu um málefni eldriborgara. Miðað við þetta umræðuna hefur mátt skilja að hér á landi væri ástandið verst miðað við hin Norðurlöndin en nú kemur annað í ljós.

Ég heyrði svo í gær að allur vindur væri úr þessum framboðsmálum hjá eldri borgurum, menn hefðu einfaldlega ekki komið sér saman um fólk og málefni. Það kemur ekki mikið á óvart eftir að hafa heyrt umræðuna um þessi mál.

Samkvæmt nýjustu útgáfu NOSOSKO (Nordisk Socialstatistisk Komité 27:2006) eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum. Í mælikvarðanum eru teknar allar lífeyrisgreiðslur á mann, bæði frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Í samanburðinum er ellilífeyrir á Norðurlöndunum í kaupmáttarleiðréttum evrum þ.e. tekið er tillit til verðlags í hverju landi. Tölurnar miðast við mánaðargreiðslur og eiga við um árið 2004. Það ber þó að taka fram að tölur NOSOSKO byggjast á meðaltölum og getur ellilífeyrir innan hópsins verið misjafn. Eins og sést á myndinni eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi, nokkru hærri en hjá Norðmönnum sem koma næstir. fullgerðra íbúða hefur fjöldi íbúða í byggingu í árslok aukist úr 4.692 íbúðum í árslok 2005 í 5.144 íbúðir í lok síðasta árs. Tölur þessar benda til að janúarspá fjármálaráðuneytis um 11% aukningu íbúðafjárfestingar árið 2006 reynist of lág.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband