21.3.2007 | 09:00
Helvítis skatturinn
Mér finnast þetta virkilega áhugaverðar ábendingar, það þarf virkilega að gera tiltekt bæði hjá Skattinum og Tollinum og reyna að gera þessar stofnanir mannlegar.
Stundum heldur maður að þeir sakni þess helst að geta ekki farið bakvið og sótt svipuna til að skella nokkrum vandarhöggum á mann, bara fyrir að voga sér að spyrja spurninga.
Svo er auðvitað fráleitt að það séu ekki sendir út seðlar. Ég hef nú lent í þessu en upphæðin var svo sem bara 500 kalla en ekki 1 milljón eins og hjá þessari konu sem Mundi bendir á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 21:30
Spái auglýsinga átaki framsóknar
Niðurstöður borgarstjórnarkosninganna sýndu að þetta hafði einhver áhrif , en alls ekki jafnmikil og fyrir seinustu alþinigis kosningar.
Þá kusu margir að kjósa Framsóknarflokkinn, til að viðhalda sömu ríkisistjórn, en eins og núna voru margir ánægðir með árangurinn og vildu viðhalda sama ástandi. Það er þó spurning hvort Jón Sigurðsson hafi sama vægi og þegar Halldór sagði að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarstarfi ef þeir myndu hljóta það afhroð sem stefndi í.
![]() |
Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna funduðu um auglýsingamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 20:15
Fáir treysta þeim
Nú er það eina sem þeir hanga á rasískar hugmyndir. Það á eftir að koma í ljós hversu langt þær hugmyndir ná að fleyta þeim.
![]() |
Frjálslyndi flokkurinn birtir framboðslista í Norðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 16:36
Húmor dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 11:48
Er maðurinn að tapa sér?
Hvernig vill Gísli að verði rukkað fyrir þetta, á að gera þetta á tímakaupi? Þannig að maður skellir sér í stóllinn, steinheldur kjafti svo maður trufli örugglega ekkert málglöðu klippikonuna? Það eru ástæður fyrir þessu, en klipping kvenna tekur yfirleitt lengri tíma.
Hvað er svo með barnaklippingu? Er ekki verið að mismuna börnum og fullorðnum? Hvað er þá með barnamiða í Sundlaugarnar? Er minni kostnaður af því að börn fari í laugarnar eða gamalmenni en ég?
Það er spurning hvort það þurfi að kalla þessu öðrum nöfnum svo að talsmaður neytenda verði ángæður, t.d. að kalla þetta að fara til rakarans. Það er bara spurning um mismunandi klippingu, konum væri að sjálfsögðu ekki bannað að fara til rakarans, en það þýðir bara að hún komi út með karlaklippingu.
Talsmaður Neytenda hefur greinilega verið að skoða sænska miðla en Svíar tóku á þessu "vandamáli" fyrir nokkrum árum. Flestir sænsku klippararnir lýstu því yfir á þeim tíma að þeir ætluðu að halda sínu stryki, karla fengu afslátt, færu á sérstofur svo einhver dæmi séu nefnd úr þeiri umræðu sem var í Svíþjóð þegar þessu var breytt.
Miðað við smákönnun á netinu virðast karlaklippingar sem eru ódýrari vera í boði víða í Evrópu, t.d. virðist það reglan hjá hársnyrtistofum í Bretlandi.
![]() |
Neytendum mismunað eftir kyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 10:49
Maður kannast við svona
Í Hollandi var önnur menning, þar voru gefnir sérstakir fata vasapeningar, sem var oft hjá félögum mínum töluvert hærri en þeir vasapeningar sem þeir fengu til þess að eyða í annað. Þetta var gert til þess að takmarka eyðsluna.
Sveitamaðurinn ofan af Íslandi sætti sig bara áfram við þær gallabuxur sem mamma keypti.
![]() |
Danskir piltar eyða meiru í föt en stúlkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 08:55
Árni í ham
Í dag tekur Árni fyrir huglausa meirihlutan. Mjög vel skrifuð færlsla hjá Árna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 08:46
Zero kjaftæði
Þannig er rætt um zero kjaftæði, zero áhugi og svo framvegis.
Ég held að það sé bara hægt að óska markaðsmönnum Coke til hamingju með þetta.
Nú er það bara spurning hvort menn séu að kaupa þetta, ég hef sjálfur keypt zero zero coke.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 08:35
Fjármögnun baráttu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 18:17
Magnús nauðugur á listanum
Orðrómur mannlífs segir frá því hvernig Magnús Þór Hafsteinsson hafi sent tilkynningu til aðstandenda Framtíðarlansins sem segi meðal annars:
"Ég mótmæli harðlega svona nauðgunarvinnubrögðum og krefst þess að nafn mitt verði TAFARLAUST fjarlægt af þessum lista. Þetta er fyrir neðan allar hellur"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)