Gjaldþrota Eurovision

Ég vil bara þakka stjórnendum Eurovision fyrir það að hamra í á því í öðru hverju orði að við séum gjaldþrota. Þetta hefur alveg farið fram hjá mér. Hefði haldið að það væri nóg að fá allar neikvæðu fréttirnar í fréttatímanum, en það væri nú hægt að reyna að hugsa um eitthvað annað og skemmtilegra á meðan maður glápir á skemmtiþátt eins og Eurovision.

Það hlýtur að vera til eitthvað betra þema en gjaldþrot Íslendinga.

Reyndar fær maður er maður alltaf jafngáttaður yfir kynnunum. Af hverju geta þær bara ekki reynt að vera þær sjálfar? Rembingur er sjaldnast fyndinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband