Eru 3000 dollarar 4 milljónir

Ég viss að gengið er á fleygiferð, en er nokkuð viss um að það sé ekki enn orðið þannig að 3.000 kosti í dag 4 milljónir.

Jakkaföt fyrir 5 milljónir seljast eins og heitar lummur

mynd

Jakkafataframleiðandinn Brioni er ekki banginn við kreppuna og hefur sett nýja jakkafatalínu á markaðinn þar sem stykkið, án bindis, kostar rúmlega 5 milljónir kr..

Brioni ætlar að veðja á að 1-2% af efnaðasta fólki heims muni ekki spara við sig í fatakaupum í kreppunni. Raunar hefur ætíð verið dýrt að kaupa Brioni-jakkaföt því þau ódýrustu á markaðinum kosta 3.000 dollara eða hátt í 4 milljónir kr..

Nefna má að þrír síðustu leikarar sem leikið hafa James Bond hafa allir komið fram í Brioni-fötum í myndum sínum.

Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir Andrea Perrone talsmanni Brioni að ákvörðun um nýju fatalínuna hafi verið tekið í haust og að tilkoma hennar á markaðinn nú sé fremur óheppileg.

Hinsvegar megi nefna að þegar er búið að selja 30 jakkafatasett af nýju línunni þannig að eitthvað virðist vera til í því að hinir efnuðu hafi enn einfaldan smekk og velji aðeins það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þeir hljóta að reikna með "raunverulegu" gengi krónunnar, ekki þessu úr SÍ...

Sigurður Ingi Jónsson, 26.1.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband