Ég varð bara að loka konuna inn á salerninu

Símaþættir Útvarps Sögu eru oft algjör snilld, ég heyrði áðan í Harrý sem lá mikið niðri fyrir vegna Bónus, enda allt fullt af útlendingum að vinna þar.  Konan hans hafi komið grátandi heim, eftir að hafa ekki getað skilið kassadömu þar.

Meðal þess sem hann sagði: 

"Þetta talar enga íslensku"

"Ísland er land þitt"  

"Ég strikaði út Björn Bjarnason, því Jóhannes bað mig um það"

"Ég varð bara að loka konuna inn á salerninu, því hún var bara óhuggandi"

"Afi minn er samsveitungur afa Jóhannesar" 

Þetta var mjög áhugaverð sprengja hjá Harrý.  Allar línur glóa. Allir brjálaðir út í Harrý kallinn

Þetta var mjög flott hjá honum, það ætti að gefa honum óskarinn fyrir þennan snilldar leik.  

Stjórnandi þáttarins var Gréta Mar, alþingismaður fyrir Frjálslyndaflokkinn og hann ætlaði að æsa hann upp í að tala illa um útlendinga.  Grétar hélt hins vegar rónni og stjórnaði þessu með glæsibrag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Skil ekki upphafssetninguna. Hvar er allt fullt af útlendingum að vinna? Á Útvarpi Sögu? Eða hjá Harrý? Hvar er Harrý?

Viðar Eggertsson, 18.7.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: TómasHa

Ég veit ekki hver Harrý er.  Hann hringdi bara inn og kynnti sig og sagði að það væru svo margi útlendingar að vinna í Bónus, að konan hans hafi komið grátandi heim.  Hitt eru svo ýmsar setningar sem féllu í kjölfarið. 

Að sjálfösgðu voru ýmsir til þess að hringja inn og mótmæla þessu. Töldu að þetta hafi verið alvara.  Gréta Mar stjórnaði þessu nokkuð vel.

Það vantaði sem sagt Bónus inn í þessa setningu til að gera hana skiljanlega.  Ég laga það. 

TómasHa, 18.7.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: halkatla

stundum heyrist ekki munur á innhringingum Útvarps Sögu og innhringingum Tvíhöfða

halkatla, 18.7.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband