Eigin hagsmunapot

Ég var að lesa grein Eygló Harðar þar sem hún krefst þess að fá sæti sem hún vann alls ekki inn fyrir. Þar er Eygló í fádæma eigin hagsmuna poti, frekar en að hugsa um hagsmuni flokksins. Þetta er kannski lýsandi fyrir marga innan Framsóknarflokksins, og kannski þess vegna er staða flokksins eins og hún er í dag.

Eygló á ekki meiri rétt á þessu en nokkur annar. Hún var ekki kosin í þetta sæti, það er í kjölfarið uppstillingarnefndar að koma með tillögu og svo kjördæmisráðs að samþykkja listann.

Það er hlutverk uppstillingarnefndar að verja eins sigurstranglegan lista og mögulegt er. Þar sem menn verða að horfa á ansi marga hluti eins og kynferði, búseta, aldur og starfstéttir, þannig að listinn höfði til sem breiðasta hóps.

Eygló kallar þetta þúfupólitík, en staðreyndin er að það er sú pólitík sem gildir. Hvort sem henni líkar betur eða ver og hvort sem hún segist vera þingmaður Suðurlands alls eða bara þúfunnar Vestmannaeyja.

Það verður að teljast veikleiki ef Framsóknarmenn eiga ekki fulltrúa á Reykjarnesi, flokkurinn á nokkra möguleika á þessu sviði þar sem hinir flokkarnir hafa ekki fulltrúa. Framsóknarmenn kusu Suðurnesjamann í þetta sæti, hann ákvað að þiggja ekki sætið, hljóta þeir að íhuga að taka annan Suðurnesjamann í sætið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband