Færsluflokkur: Vefurinn

Ekki hægt að ákveða fjölda á forsíðu

Mér finnst nokkuð merkilegt en það virðist ekki vera hægt að ákveða
hversu margar færslur birtast á forsíðunni hjá manni hérna á
moggablogginu.  Veit einhver hvernig á að gera þetta eða er þetta
bara ákvörðun stjórnenda moggabloggsins?

Hakkaðir bananar

bananarHeimasíða ávaxtarisans Banana hefur verið hökkuð.  Það vekur athygli að þeir virðista ekkert hafa gert til að lagfæra þetta en þessi síða stendur enn svona ég sá þetta fyrst snemma í morgun.   Síðan er hýst hjá vodafone, þannig að það ætti að vera einfalt verk að setja amk. upp eitthvað annað en þessa tilkynningar.

Þeir sem hökkuðu síðuna hefðu sjálfsagt getað valið sér vinsælli íslenska síðu til að hakka.  Ætli síðan sé svo lítið lesinn að þeir lesa hana ekki einu sinni sjálfir?


Netgreinar

Nú er kominn einhver efnisflokkur neðst á mogganum (mbl.is) sem heitir netgreinar, í fyrstu hélt ég að þetta væru bara aðsendar greinar og myndu birtast í þar til gerðu umhverfi innan mbl.is. Þegar ég prufaði að smella, þá birtust mér blogg.

Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.

Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.

Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?

Topp 10 felumyndirnar

Björn Þór birtir á heimasíðunni sinni topp 10 felumyndirnar. Mér finnast þetta nokkuð sniðugt hjá Birni.

Ég fatta reyndar ekki felumyndina hans

Þunnur þrettándi

Nú er kominn upp einhver visir að heimasíðu fyrir Íslandshreyfingun, það kemur á óvart að þau skuli ekki leggja meiri metnað í heimasíðuna sína. Fyrir utan stefnuyfirlýsinguna og hvað þau vilja. Bæði sem hafa legið fyrir í langan tíma.

Það eru ekki einu sinni upplýsingar um það hvernig á að hafa samaband við þau eða hverjir það eru sem eru í stjórn þessa ágæta frumvarps.

Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Áhugaverðir bloggarar

Heiðdal tók sig til og taldi færslurnar hjá honum. Suma daga hefur maður meira að segja en aðra. Dagurinn í gær var í meira lagi, en þannig er þetta nú. Eins og Björn bendir á eru þetta oft stuttar og hnitmiðaðar færslur, ég skrifa ekki þannig að ég sé að velta stílnum fyrir mér. Bara skrifa þetta niður og hérna stendur það.

Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.

Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.

Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.

Eigum við möguleika á að ritskoða netið?

The inquirer hvetur menn til að hætta til að hætta við tilraunir til þess að reyna að ritskoða netið. Áhugaverð grein.

Fært í stílinn

Ég benti í gær á Gáttina, því miður skolaðist eitthvað til með aðstandendur en ég fullyrti að Gulli væri aðtstandandi að þessu. Þetta var ritað samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hafði. Gulli bendir á að hann sé ekki aðstandani heldur hafi hann komið að hugmyndavinnu og prófunum.

Hvað um það, þá þykir mér þetta góð nýjung og hver sem er eigandi hennar fagna ég því að þetta sé nú komið til sögunnar, ég verð að viðurkenna að ég saknaði mikið nagportal, en ég veit ekki um neitt annað sambærilegt tól. Nú getur maður aftur séð hver hefur uppfært bloggið sitt, en þarf ekki að smella sér inn á bloggið í von og óvon.

Mæli aftur með:
http://blogg.gattin.net.

Afríkubréfin komin í póstinn

betlibréfFyrir mörgum árum síðan fékk maður reglulega póst frá Afríkubúunum sem síðar færðust yfir í email. Nú virðast emailin hætt að virka, því nú eru þeir aftur farnir að senda bréf. Meðfylgjandi er mynd af bréfi sem ég var að fá sent.

Auðvitað þarf að vara við þessu eins og tölvupóstinum, þetta er ekki síður skaðlegt.

Vonandi vita menn orðið af þessu nægjanlega vel til að falla ekki í þessa gildru.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband