Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

VG Árborg styður sölu til einkafyrirtækja

Eyjan bendir á nokkuð skemmtilega staðreynd að VG í Árborg styður sölu sveitarfélagsins á Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy.

Mér finnast rökin nokkuð skemmtileg rökin hjá fulltrúa VG:

"Hins vegar er um að ræða nánast óvirkan hlut og Árborg gæti aldrei ráðið nokkrum sköpuðum hlut um það hvað fyrirtækið tekur sér fyrir hendur. Ef við ættum hlut mætti hins vegar líta þannig á að við værum ábyrg fyrir því sem fyrirtækið er að gera, án þess að hafa nokkur áhrif á stefnu þess og stjórn með þessum litla hlut."

Það er semsagt í fínu lagi af því hluturinn þeirra var svo lítill. 


Já hækkar um 100%

Las það á Vísi.is að Já hefði hækkað að meðaltali um 100% á milli ára! Þetta eru ótrúlegar hækkanir hjá fyrirtækinu, það er alveg ljóst að ég mun endurskoða þær auglýsingar sem ég hef hjá þeim. Ég skráði mig eins og í fyrra í þeiri trú að þetta væri sambærilegt verð. Ég fékk reikninginn um daginn og ætlaði að fara yfir hann vegna þessarar hækkunnar, en hafði ekki haft tíma til þess.
Hjá fyrirtækinu JÁ fékkst það staðfest að gjaldskrá aukaskráninga hefði hækkað að meðaltali um hundrað prósent. Grunnskráning er ókeypis, en í henni felst nafn, heimilisfang, starfsheiti og sími.

Dreymir þig að efnast?

Dilbert alltaf með puttan á púlsinum. Held að þetta lýsi ágætlega hugarfari margra sem ætla sér að verða vellauðugir.


Ekki verra en margt annað

Þetta er bara fínt hjá Blair kallinum, betra að mínu mati en margar aðrar tilraunir.

Ég hef aldrei skilið fólk sem hefur farið með jafn persónulega athöfn og að biðja konunar sem þú elskar og ætlar að gifast á einhvern fólkvang fyrir framan tugi þúsund manns, eða kaupa sjónvarspauglýsingu.  Rómantíkin er bara farin úr því.

Þetta er auðvitað bara mín skoðun, svona svipað og mig langara ekki til að taka þátt í viltum steggjunum, sem enda út í móa með kófdrukknum brúðguma. 

 

Hérna er ein sem gekk frekar illa: Og önnur sem gekk betur:
mbl.is Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldulíf

Gunnar Sigurðsson hefur fjóra í forgjöf í golfi, hann fer að heiman til vinnu kl. 6.30 að morgni en snýr sjaldnar heim fyrr en kl. 22-23 að kvöldi. Hann reynir að gefa sér tíma til að borða með eiginkonu sinni og tveimur sonum tvisvar í viku.
Eyjan birtir hluta úr viðtali við Gunnar Sigurðsson, þar kemur fram að hann sé með 4 í forgjöf en borðar með þeim 2 í viku! Ef hann er að koma heim um 22-23 hittir hann börnin varla mikið oftar.

Er ég einum um að finnast þetta skrýtin forgangsröðun?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband