Er Jón skásti kosturinn

Ég hlusta mjög reglulega á Útvarp Sögu og alveg sérstaklega á Guðmund Ólafsson, Lobba.  Hann hefur komið flesta föstudaga til Sigurðar G. Tómassonar, og þar hefur ýmislegt verið rætt.

Ég hef reyndar beðið eftir því að Lobbi fari að blogga, en hann var mjög ötull að skrifa á netið í kringum 1998. Þá notaðist hann ekki við blog heldur skrifaði á usenet en hefur greinilega talið það nóg.

Það kom mér töluvert á óvart að heyra Lobba segja í þættinum seinasta föstudag að honum þætti Jón Sigurðsson eini alvöru valkosturinn næsta vor.  

Eins og við sem höfum hlustað lengi á Lobba vitum þá gekk hann í Samfylkinguna til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu en lýsti því yfir fljótlega eftir að hann hætti að það hafi verið mistök þar sem hún stæði ekki undir væntingum.

 Þarna er kannski kominn sá hópur sem Framsókn getur náð til, miðaldra velmenntaðir karlmenn.  Þeir heyra kannski í jafningja sínum og meðan aðrir heyra bara hroka þegar hlustað er á Jón tala.  Þeir eru kannski bara með svipaðann hroka?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband