Spá á Útvarpi Sögu

Hlustaði á Hermund Rósinkrans að hluta á útvarpi Sögu. Hann spáði þar fyrir um nýtt eignarhald á stöðinni. Arnþrúður getur greinilega ekki beðið eftir að fá tilboð í stöðina, enda var að heyra að hún væri nokkuð ánægð með þessa spá.

Hann spáði því líka að erfiðlega gengi að koma frumvarpi um RÚV í gegnum þingið.

Ég heyrði nú ekki meira af þessu, en hefði viljað heyra restina og hver framtíðin væri á næsta ári. Ég skil samt ekki fyrst þetta fólk er svona duglegt að spá afhverju það er ekki að græða á þessu. Bara kaupa réttu hlutabréfin og setja alla peningana, eða kaupa lottómiða fyrir stóra upphæð.

Skildu þau ekki treysta eigin spádómum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Mér skilst að það sé til fólk með spádómsgáfu sem stundar hlutabréfaviðskipti og þeir eru oftast í daglegu tali kallaðir "spákaupmenn" og sumir þeirra eru búnir að græða svo mikið að það greinilega eitthvað yfirnáttúrulegt á ferðinni.

Davíð, 6.1.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Davíð

Mér skilst að það sé til fólk með spádómsgáfu sem stundar hlutabréfaviðskipti og þeir eru oftast í daglegu tali kallaðir "spákaupmenn" og sumir þeirra eru búnir að græða svo mikið að það greinilega eitthvað yfirnáttúrulegt á ferðinni.

Davíð, 6.1.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband