Engin vanræksla

Í fyrra voru nokkur svipuð dæmi í Noregi, en Norðmenn höfðu miklar áhyggjur af þessu. Við erum því ekki ein um svona mál, auðvitað hlaut að koma að því.

Auðvitað er til fullt af lausnum og vonandi verður til þess að eitthvað af þessu verður virkjað. Hvort sem það heitir grannagæsla eða ráðið fólk í eftirlit.

Þrátt fyrir að þessi kona hafi verið orðin níræð er ekkert sem segir að hún hafi verið andlega eða líkamlega veik og hún hafi ekki getað fullkomlega séð um sig sjálf. Það er ekkert sem bendir til annars en að hún hafi viljað hafa þeta svona.

Þótt biðlistar á elliheimili séu hræðilega langir er bara fólk sem getur ekki hugsað sér það að fara þangað, fólki getur liðið ágætlega.

Á að skilda svoleiðis fólk á elliheimili eða þvinga inn það heimsóknir?

Nú veit ég ekki hvernig hlutunum var háttað í þessu dæmi, ég vil samt benda á að hérna er ekki víst að um vanræksla sé á ferð.
mbl.is Öldruð kona fannst látin í íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alveg sammála. Í DV sáluga þá var verið að reyna að draga samfélagið til ábyrgðar og segja þetta vera einhverja þjóðarböl?  Þvílík vitleysa!

Allir aldraðir hafa kost á því að nýta sér þjónustu félagsþjónustu rvk og sveitarfélaga, og þá er ég að meina að það séu starfsmenn sem heimsækja og veita þeim allskonar þjónustu, þrífa, elda og fara út í búð svo dæmi sé tekið. Í þessu tilfelli hefur konan sem átti enga fjölskyldu ákveðið að nýta sér ekki þessa þjónustu og úr því varð að hún fannst látin eftir mánuð eftir að hún kvaddi þennan heim. Þetta hefði alveg örugglega ekki gerst hefði verið einhver sem heimsótti hana reglulega.

Ég held að svona hlutir verði ekki lagaðir, eina sem svona frétt gerir er að hvetja aldrað fólk sem á enga að, til að leita sér þá þjónustu sem í boði er. Þetta verður ekki lagað af því að DV fór í eitthvað áttak í að birta svona fréttir. 

AGH (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 13:23

2 identicon

Ég hef enga trú á því að nokkur manneskja óski þess að verða slíkur einstæðingur. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk ber sig ekki eftir þeirri þjónustu sem það á rétt á. Elsta kynslóðin er t.d. oft mjög viðkvæm fyrir því að verða "hreppsómagar". 

Var einhver frá félagsþjóustunni búinn að heimsækja þessa gömlu konu og gera henni grein fyrir því að þótt hún væri svona frísk og sjálfstæð, væri það meira en sjálfsagt mál að einhver liti í heimsókn til hennar eða hefði a.m.k. símasamband við hana einu sinni eða tvisvar í viku, bara til að vita hvernig hún hefði það og hvort hún þyrfti einhverja aðstoð? 

Eva (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband