Blogg eða fjölmiðill

Ég hef alltaf gaman af umræðunni um það hvort Blog séu fjölmiðlar eða bara einstaklingsverkefni.  Þessi umræða heldur auðvitað áfram hérna, frá fíflaumræðu Egils og fleiri sem eru ekki bloggarar heldur eitthvað annað og merkilegra.

Þetta er auðvitað mjög óræð umræða. Er það blog, þegar ég segi vinum og vandamönnum að ég hafi rekið við og einu vinir mínir sem ég á eru einn á rauðarhöfn og annara á Seyðisfirði?

Á hinn bóginn þegar gestirnir eru orðnir mörg þúsund á dag, og ég keppist við að flytja nýjustu fréttirnar. Allt áður en aðrir segja það.  Er það orðið meiri fjölmiðill.

Hvað með samanburð við íslensk blog og erlend. Ef ég er glaður með að fá 100, en erlendur bloggarar eins og Drudge fá hundruð þúsunda gesta.  Enn ekki fjölmiðlar?

Er það meiri fjölmiðill ef ég segi fréttir af öðrum heldur en ég segi fréttir af mér?

Er þetta kannski meiri fjölmiðlar ef það kemur greiðsla fyrir það sem maður gerir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég byrjaði að blogga af því ég er mjög lélegur í stafsetningu.  Ég bæði vanda mig meira við það að skrifa á netiið og viðheld því sem ég hef lært.  

Ég hef haft mismikla þörf til þess að tjá mig, allt frá því að hafa ekkert að segja í margar vikur og svo kannski eins og núna þegar ég er að byrja aftur að ég hef margt að segja. 

TómasHa, 5.1.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband