Mogginn byrjar að rukka fyrir smáauglýsingar

Mogginn er byjaður að rukka fyrir smáauglýsingar á vefnum, blaðið hefur boðið upp á þessa þjónustu sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Ýmsir aðrir smáauglýsignavefir hafa boðið upp á auglýsingar ókeypis, og í samkeppni við mbl.is hefur þetta verið glötuð keppni.

Vandamálið hjá Mogganum hefur verið að margir hafa misnotað þessa þjónustu, á móti hafa ótrúlega margir nýtt sér þessa þjónustu, á sama tíma hafa fáar auglýsignar verið að birtast í blaðinu.

Fréttablaðið hefur ekki boðið upp á neina sambærilega þjónustu, hins vegar hafa smáauglýsignarnar verið mikið notaðar hjá þeim.

Við hjá Íshúsinu höfum mikið notað smáauglýsingar Moggans, til að auglýsa Loftkælingu, lofthreinsitæki og klakavélar.

Það kemur auðvitað ekki á óvart að á endanum hafi verið farið að rukka. Hins vegar efast ég um að nokkur muni kaupa auglýsingu bara á netinu fyrir 500 kalla, á meðan það er hægt að kaupa auglýsingu í blaðinu fyrir 750. Þannig á endanum verða þetta bara auglýsignar sem hafa áður birst í blaðinu. Auglýsingum mun sem sagt fækka mikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

vitt fyrir lestur og innlit

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er ílla farið með gott fólk.

Óttarr Makuch, 4.1.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: TómasHa

Þetta hefur verið mikið notað og ótrúlega handhægt.  maður skilur að þeir vilji fá einhverjar tekjur af þessu.

TómasHa, 4.1.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: TómasHa

Takk fyrir þetta Ólafur, hélt á tíma að ég ætti að verða útundan.

TómasHa, 4.1.2007 kl. 10:48

5 Smámynd: Ólafur fannberg

útundan nei hehehe

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband