Aldrei frítt áður!

Það hefur auðvitað alltaf verið hægt að sækja tónlist á netið, en það hefur ekkert minnkað eða breyst.  Munurinn er sá að Napster gaf sig aldrei út fyrir að "gefa" tónlist eins og þessi vefur.

Það er frábært ef netveitur geta boðið upp á tónlist ókeypis. Reyndar er fjarri því að þessi lög verði ókeypis, heldur þurfa notendur að fara reglulega inn á síðuna til að fá leyfi til að halda áfram að eiga lögin. Þar með er þetta varla ókeypis lengur.

Það verður samt gaman að fylgjast með þessu, hvort þetta nær vinsældum eða ekki. Málið er að fátt hefur breyst frá dögum Napster, áhugamenn um tónlist geta á mjög auðveldan hátt nálgast hana á netinu án þess að greiða.

Menn eru hins vegar tilbúnir að greiða þau sent (eða krónur) sem er óskað er eftir og sækja lögin hjá apple eða tónlist.is. Þetta er um leið og verðið er orðið eðlilegt og þú þarft ekki að greiða 2 þúsund kalla til að fá eina lagið sem þér finnst skemmtilegt á disk.

Spurning er hvort menn séu tilbúnir að eyða tíma sínum við að fara reglulega inn á einhverja síðu, sækja það ólöglega eða borga nokkrar kr´nur fyrir lagið.

Það vill nú svo til að maður er lítill áhugamaður um tónlist. En meiri netfrelsis maður.


mbl.is Tónlist brátt ókeypis á netinu á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég hef ekki kynnt mér hvernig þetta "system" virkar almennilega, en ég er alfarið á móti því að tónverk séu "frí" fyrir notendur á netinu nema að listamaðurinn sjálfur hafi gefið leyfi til þess. Þetta bitnar fyrst og fremst á tónlistarmönnunum sjálfum og á örugglega eftir að lækka "gæði" tónlistarinnar í framtíðinni, ef það er ekki þegar farið að gerast.

Gulli (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:58

2 identicon

Hver skrifar þessar fréttir? Þetta á aldrei eftir að ná vinsældum ... Málið er einfald, fólk vill kaupa vörur og fá að gera það sem það vill við vöruna. Allar auka kvaðir eins og að einungis verði hægt að fá lögin á Windows Media formi og að ekki verði hægt að skrifa á disk verða til þess að þessi tilraun á aldrei eftir að ganga upp. Notendur vilja ekki láta segja sér hvað það má og má ekki gera við hlutina sem eru keyptir.

Ástæðan fyrir því að margir fara á netið og stela tónlist er vegna þess að það er auðveldara en að fara útí búð og kaupa, meira úrval og auðveldara að finna það sem þú vilt.

Apple hafa senniega komist næst því að leysa þetta mál með iTMS þjónustinni sem er auðveld og tónlistin á sanngjörnu verði.

Andri (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: TómasHa

Ég er alveg samála þér um þetta Andri og stórefast um að þetta nái vinsældum.  Ég myndi frekar sleppa að sækja þetta en að þurfa að heimsækja einhverja síðu reglulega til að skoða auglýsingar.

TómasHa, 3.1.2007 kl. 20:23

4 identicon

Maður verður nú líka að dást að stafsetningarvillum mbl.is... t.d. "benna á geisladisk" og "Windos"...

Jon Soring (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 21:01

5 identicon

bara það að það sé hægt að hlusta á tónlist/lag þýðir líka það að það er hægt að taka það upp aftur hvort sem það sé sjálfvirkt eða ekki, ég nota stundum forritið "Adobe Audition" í hljóðvinnslu og með því er hægt að taka upp hvað sem tölvan er að gera hverju sinni, með því að nota annaðhvort stereo eða mono recording mixer sem er innbyggður í windows, og ef það er ekki hægt beint þá bara spilar maður lagið í einni tölvu og tengir við line in á annarri tölvu, ekkert sem stöðvar kunnáttu.

 Kv. Aztek

Aztek (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband