1.1.2007 | 11:33
Skaupið
Spá mín um skaupið reyndist rétt, mér stökk varla á bros nema í þeim kafla sem hafði þegar verið sýndur.
Það var þó deilt um hvort þetta skaup hafði verið verra, eða kynningarmyndbandið sem var sýnt í fyrra um fjölskyldu Eddu Björgvins. Það var ótrúlegt að sjá þá hvernig skattpeningum okkar var eytt í að kynna leikara son þeirra, sem var nú ágætur í fyrstu en varð svo bara óhemju leiðinlegur.
Í kjölfarið á skaupin í fyrra mætti það fólk sem stóða að því í þátt eftir þátt, þar sem fólkinu var hampað sem hetjum.
Ég vona að fjölmiðlar hafi vita á því í ár að sleppa því.
Menn hljóta svo að spyrja hver framtíð skaupsins verði, það hefur ekki komið fyndið skaup í mörg ár og það virðist stöðugt erfiðara að finna hina sameiginlegu fyndni sem fjölskyldan getur sest yfir og hlegið.
Hvað sem því líður fannst mér þetta skaup lélegt. Kalt mat.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.