28.12.2006 | 12:41
Gott val
Fréttablaðið hefur valið Hannes Smárason sem mann ársins í viðskiptalífinu, það vel kemur alls ekki á óvart enda má segja að allt sem Hannes hafi snert hafi orðið af gulli. Hannes hefði örugglega orðið mitt val líka, snilldar plott í sumar með Straum, salan á Flugleiðum og nú salan á Sterlning.
Það er ótrúlega stutt síðan Hannes kom fram sem þessi fjármálasnillingur, þegar hann kemur inn í Flugleiðir á sínum tíma var hann stimplaður af mörgum sem framhald af þáverandi tengdarföður sínum, Jóni Helga í Byko. Þegar fréttist af skilnaði Hannesar bjóst maður sem leikmaður við að
Hannes er spýtt út jafnhratt og hann kom inn í viðskiptaheiminn. Hannes hefur aldeilis sýnt sig og sannað sem klár viðskiptamaður. Hingað til hefur allt sem hann hefur snert orðið að gulli.
Nú hefur Hannes lagt á ný mið bæði með kaupum á hlut í Bandarísku flugfélagi og síður en ekki síst samvinna við sinn gamla félaga Pálma í Fons. Mjög spennandi verður að fylgjast með þessum báðum fjárfestingum, en þeir félagar ætla sér stóra hluti á Norðurlöndum en í viðtölum í gær líkti Pálmi þessum félögum saman við Ryanair og Easyjet, og þá möguleika sem þessu félög gætu átt.
Mesta áhættan er sjálfsagt fólgin í kaupum á þessum hlut í AMR, þar eru menn að taka töluverða áhættu. Það væri auðvitað gaman að íslendingum (strákunum okkar) myndi ganga vel í þessu verkefni líka.
![]() |
Hannes Smárason maður ársins að mati Markaðarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er bara ágætis val hjá Fréttablaðinu. Verst að maður hefur ekki verið að gambla með Hannesi, maður ætti kannski að fara brjóta sparibaukinn og biðja hann um að ávaxta fyrir sig.
Óttarr Makuch, 28.12.2006 kl. 14:59
Þú getur alla vegna hætt að aka á þessari bens druslu og fengið þér alvöru bíl... hvernig bíl áttu annars?
TómasHa, 28.12.2006 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.