Misnotkun fréttatenginga

Nokkru umræða hefur verið í gangi undanfarið um misnoktun á fréttatengingu við Moggans, sérstaklega eftir að Mogginn fór að bjóða upp á bætta tenginu með því að setja linka á bloggin við fréttafyrirsagnirnar.

Nokkrir bloggarar stunda það að velja sér frétt líklega til vinsælda og tengja hana við blogg um eitthvað allt annað. Sem dæmi má velta fyrir sér hvað nýjasta útgáfa tímaritsins þjóðmála hefur með vakt á vegum orkuveittunnar um jólin.

Einar Örn hefur bent á leið til þess að leysa þetta, sem ég held að mogginn ætti að íhuga en það er að gefa notendum tækifæri á að flagga færslurnar. Væntanlega þyrfti að flagga þær og skrifa einhverja smá greinargerð. Hættan með misnotkun er augljóslega sú að mogginn hætti að tengja, blogg við frétt gefur henni aukna dýpt og sjónarhorn sem fréttamaðurinn hefur ekki séð. Það væri ótrúlega leiðinlegt að verða af svona vegna fiflagangs ákveðinna bloggara sem eru að reyna að bæta heimsóknir að eigin vefjum.

Ég hef líka verið að ræða um að fá inn Track back fídus, og bent á hann í umræðu. Það er varla mikið mál fyrir vefdeildina að búa til þennan fídus, miðað við það sem þeir eru komnir með. Sú umræða hlýtur að hafa komið fram við hönnun á kerfinu og hugsanlega einhverjar ástæður fyri því að vefurinn er ekki með þessum fídus. Þrátt fyrir fjölmargar ábendingar, veit ég ekki enn hvernig á að fá einhverskonar fídback frá stjórnendum blog.is

Athyglissýki sumra Moggabloggara
Gáfumenni og kverúlantar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband