Jólagjöfin í ár?

Ýmsir hafa velt því fyrir sér á blogginu hver væri jólagjöfin í ár. Ég fann eina mjög spennandi en það er USB Kamelljón.

Kamelljónið er þeim eiginleikum gætt að geta ullað reglulega, svo ekki sé rætt um þann eiginleika að geta rúllað augunum í sér.

Þetta hlýtur að vera mjög nauðsynlegur eiginleiki fyrir eigendur tölva að hafa svona kamelljón.

Sömuaðilar eru sagðir bjóða upp á hömp hundinn, sem er settur í USB tengið og er þeim eiginleikum búinn að hann hömpar tölvuna alveg endalaust.

Hver getur lifað án þessara æðislegu usb hluta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svansson

Kommon - þetta er miklu flottari USB lykill. ;)

http://www.niggs.de/stuff/pics/teddy_usb_big.niggsthumb.jpg 

Svansson, 20.12.2006 kl. 14:47

2 Smámynd: TómasHa

En hann hefur aktually smá virkni eða hvað? Hvorki humparinn né kamelljónið hafa neina virkni aðra en að humpa og ulla.

TómasHa, 20.12.2006 kl. 15:30

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þú hefur greinilega EKKER að gera í vinnunni !!! en hitt er annað mál ég verð að eignast svona kamelljón

Óttarr Makuch, 20.12.2006 kl. 16:35

4 Smámynd: TómasHa

Ég er með svo góða samning við Framsókn. Ég þarf ekkert að vinna, bara blogga.  Ég hef meira en nóg að gera í vinnunni. Ég blogga bara í kaffitímum, matartímum, áður og eftir ég mæti í vinnuna.. svona eins og sumir aðrir ofurbloggarar.

TómasHa, 20.12.2006 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband