18.1.2009 | 20:29
Hvað er bruggverksmiðja?
Hvenær verða bruggtæki að verksmiðju? Vísir sagði frá því að Bruggverksmiðju hafði verið lokað. Það hefði mátt halda að þessi verksmiðja hefði haft fjölda manns í vinnu og framleiðslan hefði dugað til að halda svona eins og einu hverfishluta fullum í heilan mánuð. Svo kom löggan og bar út bruggtækin, þetta voru ósköp venjuleg bruggtæki, sem vel hefðu getað búið til eitthvað magn sem hefði verið hægt að selja en ólíklega það mikið að það réttlætti að kalla þetta verksmiðju. Ég spái því að bændur verði teknir um allt land með "kjötsmiðjur" þegar þeir verða stoppaðir við að drepa eitt og eitt lamb fyrir heimilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eins gott að þeir komi ekki heim til mín, sé alveg fyrir mér fréttaflutninginn. - "sælgætisverskmiðju lokað á völlunum" - Við eigum tækin og gætum verið að selja gotterí í massavís án vitundar stjórndvalda (og stolið skattinum)
Tryggvi F. Elínarson, 20.1.2009 kl. 16:54
Já, alveg rétt, það er djöfulli gott að heimsækja þig á vellina :)
TómasHa, 20.1.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.