7.1.2009 | 13:49
Merkileg mynd
Mér finnst þetta nokkuð merkileg mynd. Þarna virðist starfsmaður bankans vera að koma í veg fyrir að ljósmyndari ljósmyndi mótmælendur sem eru búnir að koma sér fyrir inn í bankanum og byrjaðir að spila fótbolta. Er það helsta forgangsatriði þegar tugir mótmælendur eru mættir inn í bankann og farnir að eyðileggja að koma í veg fyrir að myndir séu teknar? Er það ekki annars hugmynd frá Landsbankanum sjálfum að það sé gott að spila fótbolta þarna inni? Ekki að það sé réttlætanlegt að ráðast inn í banka í þeim tilngangi.
Spiluðu knattspyrnu í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"bankanum og byrjaðir að spila fótbolta. Er það helsta forgangsatriði þegar tugir mótmælendur eru mættir inn í bankann og farnir að eyðileggja"
Hvar kemur fram að þeir hafi eyðilagt nokkuð?
Þeir settu upp mörk og halda boltanum á gólfinu.
Fæstir mótmælendur hafa nokkur áhuga á að eyðileggja.
Mér finnst þetta brilliant hugmynd hjá þeim!
Sammála með myndina samt, lítur skringilega út.
Agens Reynisdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:01
Góður punktur, Það er ekki vel séð að að hylja andlit í banka enda eru öryggisverðir strax orðnir sýnilegir þegar að það gerist, það er bannað að taka myndir í öllum bönkum og ég býst passlega við að það sé bannað að spila fótbolta :)
Gummi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:11
Það er alkunna að fólk vinkar skyldfólki sínu þegar það kemst í mynd, eflaust er hann að vinka mömmu sinni.
Magnús Axelsson, 7.1.2009 kl. 14:12
Agnes: Þó svo að menn hafi ekki verið að skipuleggja að eyðileggja, þá vita það allir sem hafa reynt að spila fótbolta inni að það verða slys.
Magnús: Já, ætli mamma hans verði ekki stollt.
TómasHa, 7.1.2009 kl. 14:45
Tómas,
ekkert var eyðilagt þarna þó "að það verða slys" stundum þegar spilað er inni, skil ekki alveg af hverju þú þarft að tala um eyðileggingar þegar þær eiga sér ekki stað.
Björgvin Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 15:41
Hey, hver "réðist" inn á bankann? Hættu að nota svona gildishlaðið orðfæri. Sum okkar röltu þarna inn bara og fengu að spila.
Nonni, 7.1.2009 kl. 16:37
Björgvin: Fari menn að sparka fótbolta inn í banka. Ætluðu menn bara rétt að gefa á milli?
Nonni: Ég kalla það að ráðast inn í banka, þegar menn fara inn í banka í óleyfi til þess að gera hluti sem þeim er ekki heimilt. Þó svo að þetta sé fyndið, þá eiga menn nú bara að kalla hlutina réttum nöfnum.
TómasHa, 7.1.2009 kl. 18:43
bíddu, voru það ekki Landsbankamenn sjálfir sem áttu hugmyndina af að spila fótbolta í bankanum?
Bjöggi sjálfur var á staðnum. brotin rúða og alles.
Brjánn Guðjónsson, 10.1.2009 kl. 21:36
Hehe, ég sé að það eru margir sem misskilja pointið hjá þér...
Knús frá öllum í Niðurlöndum
Nexa, 14.1.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.