Spá

Það er vinsælt að spá þessa dagana.  

Ég ætla að spá að menn séu í auknum mæli að fara yfir brunatryggingar sumarhúsa.

Ég ætla að líka að spá því að slökkviliðið á Suðurlandi þurfi að fara að fylla á tankana sína aftur fljótlega.

Eftir spánna á húsnæðisverði í morgun, má spyrja sig hvert markaðsverð sumarbústaða eigi eftir að fara.  Spurningin er eiginlega bara hversu mikið mun verðið hrapa.   Um leið og Seðlabankinn er að spá því að íbúðarhúsnæði eigi eftir að hrynja um 50%,  á verðmæti á bústöðum eftir að hrapa enn þá meira.  Hver er annars að fara að kaupa sér sumarbústað í þessu árferði?

Um leið hafa margir skuldsett sig verulega fyrir kaupum á sumarbústöðum, annað hvort í erlendri mynt eða verðtryggð lán. 

Það er því alveg ljóst að ýmsir eiga eftir að velta fyrir sér hvernig er hægt að komast úr þessari klípu, miðað við spánna borgar sig alls ekki að bíða.

Það er mjög erfitt að sanna hver kveikti í húsinu enda á einangruðu svæði, íkveikjan mun ekki valda verulegum skaða líkt og það sem er mögulegt sé kveikt í íbúðarhúsnæði eða bíl sem er ekki á opnu svæði.  Það er því alveg víst að margir sem skulda háar fjárhæðir munu freistast.

Ég óttast að þegar menn verða búnir að brenna bílana verði sumarhúsin næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband