14.9.2008 | 12:45
Styttist í námskeiðið
Þá er farið að styttasta í að ræðunámskeiðið mitt hefjist, ég stefni á að eyða mesta af deginum mínum í að undirbúa mig fyrir námskeiðið. Þetta verður stærsti hópur sem hefur tekið þetta námskeið hjá mér hingað til. Það er alveg ljóst að eftir fyrsta kvöldið verður hópnum skipt upp í tvo hópa og raunar eru bara örfá sæti laus.
Það verður mjög spennandi að vinna með svona stórum hóp, en yfirleitt hafa hóparnir verið í kringum 8-10. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en þá var það ekki ég sem var aðalleiðbeinandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágæti Tómas,
Ég ákvað að taka áhættuna að vera úthrópuð leiðinleg og afskiptasöm, en mig langar að benda þér á að það er fallegra að segja: "að verja deginum í að undirbúa námskeið" en "að eyða deginum í að undirbúa námskeið."
Sögnin að eyða er svo neikvæð og passar ekki í þessu tilfelli.
Afsakaðu, ég hefði getað látið þetta ósagt, en sjálfri finnst mér gott að fá ábendingar, sem ég hef fengið nokkar og lært af þeim.
Þú ert að vinna afar göfugt starf, og eitthvað sem eflir sjálfstraust fólks sem er í raun undirstaða velgengni þess í lífinu. Óska þér til hamingju með það.
Ég vona að ég hafi varið tíma mínum vel með að senda þér þessa ábendingu, en ekki eytt honum til óþurftar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.9.2008 kl. 10:26
Kærar þakkir Jóhanna :) Þetta er alveg hárrétt hjá þér :) Ég eyddi honum svo sannarlega ekki enda var þetta mjög skemmtilegt. Ég vonast til þess að þessum tíma sem ég varði í þetta muni skila sér til nemenda minna á morgun :)
TómasHa, 15.9.2008 kl. 10:28
Takk fyrir jákvæð viðbrögð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.9.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.