Trúverðugleiki Opruh

Þegar Oprah lýsti yfir stuðningi við einn frambjóðanda í prófkjöri Demókrata fannst ýmsum nóg komið. Sérstaklega þar sem spjallþáttastjórnandinn ákvað að taka frekar karlmann fram yfir konu.  

Nú virðist annað sambærilegt mál í uppsiglingu þegar hún ætlar ekki að bjóða kvennframbjóðanda repúblikana í þáttinn sinn.

Ég hef stundum horft á þessa þætti hjá Opruh og eiginlega fundist merkilegt hversu ofboðslega vinsæl hún er.   Ég hef haft þá á tilfinningunni að ég gæti allt eins horft á auglýsingar (eða hið íslenska vörutorg).  

Það hlýtur líka að vera málefni Opruh hverja hún tekur í sinn eigin þátt, en það kemur svo sem ekkert á óvart að þeir sem styðji Repúblikanaflokkinn séu ekki sáttir við ákvörðum Opruh.  Annars miðað við hversu mörg viðtöl Palin hefur mætt í undanfarið, þá kæmi á óvart að hún væri á leiðinni til Opruh.


mbl.is Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hef reyndar ekki oft séð þátt Oprah en miðað við þá þætti eða hluta úr þáttum, sem ég hef séð þá er ég sammála þér um það að þessar gríðalegu miklu vinsældir þáttarins eru ofar mínum skilningi.

Hvað hitt atriðið varðar þá er ég ósammála þér. Oprah er frjálst eins og öllum öðrum borgurum í lýðræðisþjóðfélagi að tjá pólitískar skoðanir sínar og taka opinberlega afstöðu með tilteknum frambjóðendum í kosningum. Hins vegar er það óeðlilegt ef hún notar vald sitt, sem þáttastjórnandi til að hygla þeim sama frambjóðanda.

Það að taka afstöðu með einum frambjóðanda gerir það líka að verkum að hún verður aldrei trúverðus, sem hlutlaus þáttastjórnandi ef þáttakendur í kosningunum mæta í þáttin eða að um kosningarnar er fjallað í þætti hennar. Það er því eðlileg ákvörðun að eftir að hafa lýst yfir stuðningi við annan forsetaframbjóðandan að hún haldi sig alfarið frá forsetakosningunum í þætti sínum fram yfir kosningar þar með talið að bjóða einhverjum frambjóðandanum í viðtal. Sú regla gengur jafnt yfir frambjóðendur Demókrata og Repúblíkana. Mér sýnist því vandséð hvernig trúverðugleiki Oprah er í uppnámi vegna þessa máls.

Hvað er að því að spjallþáttastjórnandi taki karlmann fram yfir konu í kosningabaráttu? Á kynferðið yfir höfuð að skipta máli þegar að kosningum kemur? Oprah er blökkukona þannig að hún ætti þar með alveg að geta samsvarað sig blökkumanninum Obana eins og konunni Hillary Clinton. Stuðningsyfirlýsind Oprah við Obana var komin löngu áður en Pallin var valin varaforsetaefni Repúblíkana þannig að ég geri ráð fyrir að orð þín hafi átt við um valið milli Obama og Clinton.

Sigurður M Grétarsson, 8.9.2008 kl. 15:49

2 identicon

Voða rugl er þetta. Hví má þessi kona ekki styðja Obama, ekki rekur hún fréttastofu eða neitt slíkt sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaust, heldur eru þættirnir nákvæmlega eftir hennar höfði.

Egill (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: TómasHa

Sælir ég segi: "Það hlýtur líka að vera málefni Opruh hverja hún tekur í sinn eigin þátt, en það kemur svo sem ekkert á óvart að þeir sem styðji Repúblikanaflokkinn séu ekki sáttir við ákvörðum Opruh."

Henni er að sjálfsögðu frjálst að taka afstöðu með þeim sem henni líkar við. Hins vegar kemur það að sjálfsögðu niður á þættinum hennar.

TómasHa, 9.9.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband